Dimm él er á Suður-og Vesturlandi og einnig snjóar á norðausturhorni landsins nú í morgunsárið. Lögreglan beinir því til vegfarenda að fara sérstaklega varlega í umferðinni.
Vindur er hægur og verður það áfram fram á daginn. Samkvæmt spá Veðurstofunnar mun þó ganga í norðan 10-18 m/s í kvöld og í nótt. Létta mun til sunnanlands en snjóa um landið norðanvert.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir þó að von sé á vorlegu veðri seinni helming vikunnar.
Á miðvikudag:
Gengur í sunnan 10-18 með rigningu eða slyddu, en hægari og þurrt norðaustan- og austanlands. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig síðdegis, mildast með suðurströndinni, en vægt frost A-til.
Á fimmtudag:
Sunnan 3-10 og dálítil rigning eða slydda af og til, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað um landið austanvert. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg suðaustan- og austanátt. Skýjað og úrkomulítið sunnantil á landinu, annars víða bjart veður. Hiti 2 til 7 stig að deginum.
Tottenham
Manchester Utd