„Ég veðja á miðbæinn" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2019 20:30 Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð. Í sumar stendur til að breyta umferð um miðbæinn og gera síðar göturnar sem hingað til hafa verið með sumarlokunum að varanlegum göngugötum. Yfir 240 rekstraraðilar í miðbænum hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem fyrirhugaðri lokun er mótmælt og er þetta orðið mikið hitamál meðal verslunarmanna á svæðinu. Reykjavíkurborg hyggst gera nýja skoðunakönnun um málið á næstunni en samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum. Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina. „Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal. Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg.Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðjuGuðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, tekur í sama streng. „Búðarglugginn árið 2019 er náttúrulega á Internetinu. Það að einhver geti rúntað hérna niður Laugarveginn og séð eitthvað sem hann vill kannski kaupa sér í næstu ferð; ég er ekki alveg að kaupa þau rök," segir hún. „Með göngugötum er hægt að gera svo margt annað," segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep. „Það má vera með vatnsbrunna og gosbrunna og síðan má kannski huga að útileikvöllum sem voru hér eina tíð. Það má endurnýja þá og gera að fjölskyldugörðum," segir hún. „Ég hef verið með rekstur í Smáralind og Kringlunni en ég veðja á miðbæinn. Ég sé bara fram á það að þegar það verður komin göngugata hérna fyrir utan verður meiri gróður, það verður betra aðgengi og það verður meira mannlíf," segir Guðrún í Kokku. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins sem á verslunarrýmið að Hafnartorgi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að helsta ástæða þess að Laugavegurinn sé að gefa eftir sé hátt leiguverð. Hann segir Reginn hafa keypt fermetrann á Hafnartorgi á 430 þúsund krónur og að með kostnaði sé fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar sé atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna.Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep.Verslunareigendur taka undir þetta og telja að lokanir verslana á Laugaveginum megi frekar tengja við hátt leiguverð en götulokanir. Lækkun fasteignagjalda gæti haft mikil jákvæð áhrif. „Það er klárlega mjög stór faktor að leiguverð hefur verið að hækka ansi skarpt og það stafar náttúrulega líka af fasteignasköttunum sem hafa farið hækka. Það er eitthvað sem er stöðugt verið að benda á en hefur lítið gengið að mjaka niður," segir Guðrún. Eigandi 38 þrepa tekur undir. „Fasteignagjöld eru há og húsaleiga er há og sérstaklega fyrir þá sem vilja byrja í rekstri, líkt og ungt fólk sem er kannski að byrja í hönnun," segir Matthildur. Eigandi Fríðu segir að einhverjar verslanir gætu einnig þurft að aðlagast nútímanum. „Ég held að ástæðurnar séu ýmsar og alls ekki eingöngu lokun gatna. Fasteignaverð hefur farið upp og húsaleiga hefur hækkað í hlutfalli við það. Kannski eru líka bara einhverjar verslanir sem eru einfaldlega komnar á tíma og passa ekki inn í það umhverfi sem er hér núna. Ungt fólk sækir mikið í bæinn og virðist vera ánægt með bæinn eins og hann er," segir Auðunn. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Kaupmenn segjast dauðþreyttir á neikvæðri umfjöllun um miðborgina og telja margir mikla möguleika fólgna í göngugötum. Hátt leiguverð og fasteignagjöld séu stærra vandamál en takmarkanir á umferð. Í sumar stendur til að breyta umferð um miðbæinn og gera síðar göturnar sem hingað til hafa verið með sumarlokunum að varanlegum göngugötum. Yfir 240 rekstraraðilar í miðbænum hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem fyrirhugaðri lokun er mótmælt og er þetta orðið mikið hitamál meðal verslunarmanna á svæðinu. Reykjavíkurborg hyggst gera nýja skoðunakönnun um málið á næstunni en samkvæmt könnun frá árinu 2017 reyndust 75% íbúa Reykjavíkur hlynntir göngugötum. Verslunareigandi segist þreyttur á neikvæðri umfjöllun um miðborgina. „Mér leiðist óskaplega þessi neikvæða umræða og þetta niðurtal. Ég veit um fjölda fólks meðal verslunareigenda sem eru mjög ánægðir hér í bænum og ég vil meina að miðbærinn hafi aldrei verið skemmtilegri en einmitt núna," segir Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðju, sem bendir einnig á að líf sé einnig að færast yfir hliðargötur við Laugaveg og Skólavörðustíg.Auðunn G. Árnason, eigandi Fríðu gullsmiðjuGuðrún Jóhannesdóttir, eigandi Kokku, tekur í sama streng. „Búðarglugginn árið 2019 er náttúrulega á Internetinu. Það að einhver geti rúntað hérna niður Laugarveginn og séð eitthvað sem hann vill kannski kaupa sér í næstu ferð; ég er ekki alveg að kaupa þau rök," segir hún. „Með göngugötum er hægt að gera svo margt annað," segir Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep. „Það má vera með vatnsbrunna og gosbrunna og síðan má kannski huga að útileikvöllum sem voru hér eina tíð. Það má endurnýja þá og gera að fjölskyldugörðum," segir hún. „Ég hef verið með rekstur í Smáralind og Kringlunni en ég veðja á miðbæinn. Ég sé bara fram á það að þegar það verður komin göngugata hérna fyrir utan verður meiri gróður, það verður betra aðgengi og það verður meira mannlíf," segir Guðrún í Kokku. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins sem á verslunarrýmið að Hafnartorgi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að helsta ástæða þess að Laugavegurinn sé að gefa eftir sé hátt leiguverð. Hann segir Reginn hafa keypt fermetrann á Hafnartorgi á 430 þúsund krónur og að með kostnaði sé fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar sé atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna.Matthildur Leifsdóttir, eigandi skóverslunarinnar 38 þrep.Verslunareigendur taka undir þetta og telja að lokanir verslana á Laugaveginum megi frekar tengja við hátt leiguverð en götulokanir. Lækkun fasteignagjalda gæti haft mikil jákvæð áhrif. „Það er klárlega mjög stór faktor að leiguverð hefur verið að hækka ansi skarpt og það stafar náttúrulega líka af fasteignasköttunum sem hafa farið hækka. Það er eitthvað sem er stöðugt verið að benda á en hefur lítið gengið að mjaka niður," segir Guðrún. Eigandi 38 þrepa tekur undir. „Fasteignagjöld eru há og húsaleiga er há og sérstaklega fyrir þá sem vilja byrja í rekstri, líkt og ungt fólk sem er kannski að byrja í hönnun," segir Matthildur. Eigandi Fríðu segir að einhverjar verslanir gætu einnig þurft að aðlagast nútímanum. „Ég held að ástæðurnar séu ýmsar og alls ekki eingöngu lokun gatna. Fasteignaverð hefur farið upp og húsaleiga hefur hækkað í hlutfalli við það. Kannski eru líka bara einhverjar verslanir sem eru einfaldlega komnar á tíma og passa ekki inn í það umhverfi sem er hér núna. Ungt fólk sækir mikið í bæinn og virðist vera ánægt með bæinn eins og hann er," segir Auðunn.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira