United ætlar að taka hart á rasisma gegn Young á Twitter Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:00 Ashley Young bætist í hóp þeirra leikmanna sem hafa orðið fyrir kynþáttaníði í vetur vísir/getty Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. Young bar fyrirliðabandið í liði Manchester United sem tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í gærkvöld og féll þar með úr Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir samanlagt 4-0 tap í einvíginu. Eftir leikinn tók fólk til Twitter til þess að tjá sínar skoðanir eins og gerist en á meðal þeirra voru nokkrir, að því virtust stuðningsmenn Manchester United, sem gerðu sig seka um kynþáttaníð í garð leikmannsins. Manchester United ætlar að bregðast eins hart við og félagið getur, eftir því sem fram kemur í frétt BBC, og hefur félagið hafist handa við að komast að því hverjir það voru sem níddust á Young. Bresku samtökin Kick It Out, sem hafa það að takmarki að berjast gegn mismunun og hafa beitt sér sérstaklega í baráttunni gegn kynþáttaníði, beindu spjótum sínum að Twitter. „Enn einn svarti leikmaðurinn, að þessu sinni Ashley Young, þurfti að þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum. Við spyrjum Twitter aftur að því sama og við höfum gert áður, hvenær ætlið þið að taka alvarlega á þeirri svakalegu mismunun sem á sér stað á ykkar miðli?“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. BBC leitaðist eftir viðbrögðum frá Twitter og sagði talsmaður miðilsins að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en reglur forritsins bönnuðu alla þá hegðun sem er ógnandi eða niðrandi og það sé tekið á þeim tilfellum sem brjóta þær reglur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. Young bar fyrirliðabandið í liði Manchester United sem tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í gærkvöld og féll þar með úr Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir samanlagt 4-0 tap í einvíginu. Eftir leikinn tók fólk til Twitter til þess að tjá sínar skoðanir eins og gerist en á meðal þeirra voru nokkrir, að því virtust stuðningsmenn Manchester United, sem gerðu sig seka um kynþáttaníð í garð leikmannsins. Manchester United ætlar að bregðast eins hart við og félagið getur, eftir því sem fram kemur í frétt BBC, og hefur félagið hafist handa við að komast að því hverjir það voru sem níddust á Young. Bresku samtökin Kick It Out, sem hafa það að takmarki að berjast gegn mismunun og hafa beitt sér sérstaklega í baráttunni gegn kynþáttaníði, beindu spjótum sínum að Twitter. „Enn einn svarti leikmaðurinn, að þessu sinni Ashley Young, þurfti að þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum. Við spyrjum Twitter aftur að því sama og við höfum gert áður, hvenær ætlið þið að taka alvarlega á þeirri svakalegu mismunun sem á sér stað á ykkar miðli?“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. BBC leitaðist eftir viðbrögðum frá Twitter og sagði talsmaður miðilsins að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en reglur forritsins bönnuðu alla þá hegðun sem er ógnandi eða niðrandi og það sé tekið á þeim tilfellum sem brjóta þær reglur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00
Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00