Komu mjaldranna frestað þangað til veður leyfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 11:41 Mjaldrarnir þurfa að ferðast langa leið til Íslands. Vísir/Getty Enn verður bið á því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en upprunalega var stefnt var að komu þeirra til Íslands í dag. Flutningi þeirra frá Kína til Vestmannaeyja hefur verið frestað þangað til veður og aðstæður leyfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sealife Trust sem kemur að verkefninu. Um helgina kom í ljós að ekki yrði hægt að flytja hvalina tvo til Eyja samkvæmt áætlun, þar sem ekki hafi tekist að opna Landeyjarhöfn fyrir siglingar á milli lands og Eyja. Talið er að mjaldrarnir, sem fá varanlegt heimili í Klettsvík í Vestmannaeyjum, myndu ekki þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja sem er lokahnykkurinn á ferðalaginu en flug með þá hingað til lands frá Kína tekur um sólarhring. „Þessi tímabunda töf á vandasömum flutningi hvalanna er vegna veðurs og erfiðra aðstæðna til flutninga sjóleiðina frá landi til Vestmannaeyja. Flutningarnir fara fram þegar veður og aðstæður leyfa,“ segir í tilkynningu frá Sealife Trust. Lögð er áhersla á aðeins sé um tímabunda töf að ræða og að allir þeir sem komi að verkefninu séu staðráðnir í því að í „skapa fyrsta griðarstað hvala í heiminum í vernduðu sjávar umhverfi á Íslandi.“ Sem fyrr segir eru mjaldrarnir staðsettir í Kína en alls þarf að flytja þá um 9.000 kílómetra á nýjar heimaslóðir þeirra hér við land. Miklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum en fréttamaður Stöðvar 2 kíkti í heimsókn á dögunum, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir 1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45 Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30 Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Enn verður bið á því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en upprunalega var stefnt var að komu þeirra til Íslands í dag. Flutningi þeirra frá Kína til Vestmannaeyja hefur verið frestað þangað til veður og aðstæður leyfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sealife Trust sem kemur að verkefninu. Um helgina kom í ljós að ekki yrði hægt að flytja hvalina tvo til Eyja samkvæmt áætlun, þar sem ekki hafi tekist að opna Landeyjarhöfn fyrir siglingar á milli lands og Eyja. Talið er að mjaldrarnir, sem fá varanlegt heimili í Klettsvík í Vestmannaeyjum, myndu ekki þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja sem er lokahnykkurinn á ferðalaginu en flug með þá hingað til lands frá Kína tekur um sólarhring. „Þessi tímabunda töf á vandasömum flutningi hvalanna er vegna veðurs og erfiðra aðstæðna til flutninga sjóleiðina frá landi til Vestmannaeyja. Flutningarnir fara fram þegar veður og aðstæður leyfa,“ segir í tilkynningu frá Sealife Trust. Lögð er áhersla á aðeins sé um tímabunda töf að ræða og að allir þeir sem komi að verkefninu séu staðráðnir í því að í „skapa fyrsta griðarstað hvala í heiminum í vernduðu sjávar umhverfi á Íslandi.“ Sem fyrr segir eru mjaldrarnir staðsettir í Kína en alls þarf að flytja þá um 9.000 kílómetra á nýjar heimaslóðir þeirra hér við land. Miklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum en fréttamaður Stöðvar 2 kíkti í heimsókn á dögunum, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir 1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45 Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30 Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
1600 tonna laug getur nýst fleiri mjöldrum Flutningi tveggja mjaldra til Eyja hefur verið seinkað um óákveðinn tíma vegna lokunar Landeyjahafnar og slæmrar veðurspár. Til stóð að flytja hvalina frá Sjanghæ í Kína á þriðjudag. Á meðan heldur undirbúningur áfram í Eyjum þar sem nýtt sædýrasafn hefur risið í tengslum við verkefnið. 13. apríl 2019 18:45
Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag. Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð og líklega verður siglt úr Þorlákshöfn. 11. apríl 2019 19:30
Komu mjaldranna frestað vegna veðurs Bið verður eftir því að Litla grá og Litla hvít, mjaldrarnir tveir komi til landsins en stefnt var að komu þeirra til Íslands í næstu viku. 13. apríl 2019 08:23