Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir KA 6. Sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem yrðu ákveðin vonbrigði fyrir Akureyrarfélagið miðað við það sem til er ætlast í gula hluta bæjarsins. KA-menn hafa ekki alveg náð markmiðum sínum undanfarin ár en liðið endaði í 7. sæti deildarinnar í fyrra með aðeins 28 stig sem kostaði þjálfarann Srjdan Tufedzic starfið. KA-menn halda áfram að blása í herlúðra og hafa fengið nokkra af fræknustu sonum félagsins heim fyrir sumarið til að reyna að ýta sér enn frekar í átt að Evrópubaráttunni en leiðinlegt mál kom upp um daginn þegar að félagið þurfti að skila frá sér Guðjóni Pétri Lýðssyni sem kom og fór án þess að spila leik fyrir KA í Pepsi-deildinni. Þjálfari KA er Óli Stefán Flóventsson sem kom Grindavík upp í efstu deild og gerði stórgóða hluti með liðið árið 2017. Hann komst alla leið á toppinn með Grindavík í sjöundu umferð í fyrra en eftir það fór liðið í frjálst fall og endaði í tíunda sæti. Óli hefur sterka hugmyndafræði og er búinn að finna sinn leikstíl sem hann mun reyna að þróa í aðeins meiri sóknarbolta hjá KA-mönnum.Baksýnisspegillinn KA var svolítið í því á síðustu leiktíð að tapa stigum gegn liðum sem það hefði almennt átt að klára og var líklega toppurinn á því veseni þegar að lánlausir Víkingar komu til baka gegn þeim gulu á heimavelli sínum í Víkinni eftir að lenda 2-0 undir og jöfnuðu í uppbótartíma. Ætli KA sér að gera alvöru hluti í deildinni þarf það að fara að klára svona leiki og læra að sigla þeim heim. Þá er vissulega gott að vera kominn með mann í brúnna sem hefur búið lengi í sjómannabæ. Liðið og leikmenngrafík/gvendurStuðningsmönnum KA er alveg óhætt að vera spenntir fyrir byrjunarliðinu sem er ógnarsterkt og hefur skemmtilega blöndu af reynsluboltum, fyrrverandi atvinnumönnum og mikið af heimamönnum, ungum sem öldnum. Markvarðarstaðan verður líklega mesti hausverkurinn en Óli Stefán ætlar að gefa Aroni og Aroni tækifæri til að sanna stig á milli stanganna en báðir eru ungir að árum. Í KA-liðinu er barátta, gæði, mörk og öflugir varnarmenn þannig allt er til alls til að gera betri hluti en liðinu er spáð.HryggjarstykkiðHaukur Heiðar Hauksson (f. 1991): Annar uppalinn fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður er kominn heim og það er spenna fyrir þessum bita. Haukur Heiðar var einn besti varnarmaður deildarinnar þegar að hann spilaði hér síðast og kemur heim sem Svíþjóðarmeistari með AIK þó hann hafi spilað lítið. Haukur er hvað þekktastur hér heima fyrir störf sín sem bakvörður og getur hann leyst vængbakvörðinn auðveldlega. Hann hefur þó undanfarin ár verið að spila sem miðvörður í þriggja manna línu AIK og ætti því að falla fullkomlega inn í hugmyndafræði og leikstíl þjálfarans.Almarr Ormarsson (f. 1988): Það eru ekki margir ósérhlífnari í bransanum en Almarr Ormarsson sem hlýtur að vera mesti draumaleikmaður allra þjálfara. Almarr er kominn yfir þrítugt og er einn mesti reynsluboltinn í deildinni með yfir 300 leiki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins og bikar. Almarr er gríðarlegur liðsmaður sem er bæði góður í fótbolta með fínar sendingar en fyrst og fremst baráttuhundur á miðjunni. Hann er leikmaðurinn sem öll lið þurfa að hafa innan sinna raða.Elfar Árni Aðalsteinsson (f. 1990): Verkalýðssonurinn frá Húsavík skoraði níu mörk á endurkomutímabili sínu í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum en mörkin voru aðeins fimm í fyrra. Þessi grjótharði og hávaxni framherji þarf að fara að taka velgengni sína á undirbúningstímabilinu með sér inn í tímabilið þegar kemur að markaskorun. Hann er aftur á móti gríðarlegur baráttujaxl sem sannast í því að enginn leikmaður í deildinni fór í fleiri návígi á síðustu leiktíð eða 333 talsins. Markaðurinngrafík/gvendurKA-menn voru með A í einkunn áður en Guðjón Pétur Lýðsson ákvað óvænt að Akureyri væri ekki fyrir sig og yfirgaf félagið án þess að spila fyrir það deildarleik. Þar fór mikil reynsla og sigurhefð í einum leikmanni. Leikmaður sem hefði getað skipt sköpum og aðeins breytt hugsunarhætti KA-manna sem hafa ekki náð markmiðum sínum síðustu misseri. Það var stórt að fá Hauk Heiðar heim sem og Almarr og ekki minnkar KA-hjartað með Andra Fannari Stefássyni sem er kominn heim úr Val. Andri getur leyst margar stöður. Þá eru KA-menn ánægðir með norska vængbakvörðinn sem er mættur og til að styrkja varnarleikinn enn frekar en Fjölnismaðurinn Torfi Tímóteus kominn á láni. KA hefur verið duglegt að sanka að sér hæfileikaríkustu piltunum úr nágrenni Akureyrar og eru mættir undrabörnin og tvíburarnir úr Dalvík/Reyni, Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissyni sem mikið hefur verið látið með fyrir norðan. Þeir gulu sjá á eftir Bjarna Mark til Noregs en tími var kominn á miðjumennina Archie og Trnicic auk þess sem Cristian Martínez stóð engan veginn undir væntingum. Brotthvarf Guðmanns Þórissonar hefur minni áhrif í ljósi komu Hauks Heiðars og Torfa.Markaðseinkunn: B+ Hvað segir sérfræðingurinn?„Það hefur gustað aðeins á brekkunni undanfarið, þar sem að ég hélt að aldrie hreyfði vind. Þetta Guðjóns Péturs-mál hefur sett sinn svip á málin,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, um KA-liðið. „Svona mál getur farið með liðið í báðar áttir. Bæði getur liðið þjappað sér saman en sömuleiðis getur verið erfitt að glíma við svona rétt fyrir mót.“ „Það var ekki góður bragur á KA á móti ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins en í heildina hefur liðið litið ágætlega út á undirbúningstímabilinu.“ „Ég held að örlög KA verði að sigla lygnan sjó. Liðið er með unga menn þannig að ég held að þolinmæði sé lykilorðið hjá KA í ár,“ segir Atli Viðar Björnsson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurKA-menn náðu sínum besta árangri fyrr og síðar þegar þeir urðu Íslandsmeistarar sumarið 1989. Þetta er eina skiptið sem KA-liðið hefur verið meðal þriggja efstu liða á Íslandsmótinu en KA náði fjórða sætinu 1988 og 2002. KA hefur þrisvar komist í bikarúrslit og tapað í öll skiptin.Erlingur Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistaraliðsins fyrir 30 árum, er leikjahæsti KA-maðurinn í efstu deild en hann spilaði á sínum tíma 127 leiki í efstu deild og hefur tólf leikja forskot á næsta mann.Þorvaldur Örlygsson er markahæsti KA-maðurinn í efstu deild með 22 mörk en Ásgeir Sigurgeirsson skoraði tíu mörk síðasta sumar og minnkaði forskotið í sjö mörk.Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir KA síðan farið var að taka þær saman sumarið 1992. Hallgrímur hefur gefið 17 stoðsendingar en hann komst upp fyrir Dean Martin (15) síðasta sumar. Vinsælasta sæti KA-manna í nútímafótbolta (1977-2018) er tíunda sætið sem liðið hefur lent í fjórum sinnum síðast sumarið 2004. Í öll skiptin hefur það þýtt fall úr deildinni en í dag bjarga liðin sér sem enda í tíunda sætinu. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar KA ætlar að treysta á unga markverði í sumar og mögulega búa til framtíðarstjörnur en ekki margir markverðir hafa orðið stjörnur hjá félaginu. Einn er þó sem alltaf var traustur en fór reyndar með erkifjendunum í Þór upp um deild. Ungverski vítabaninn Sandor Matuz stóð alltaf fyrir sínu og væri ekki amalegt fyrir KA-menn að geta treyst á slíkan reynslubolta í markinu í sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00 Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir KA 6. Sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar sem yrðu ákveðin vonbrigði fyrir Akureyrarfélagið miðað við það sem til er ætlast í gula hluta bæjarsins. KA-menn hafa ekki alveg náð markmiðum sínum undanfarin ár en liðið endaði í 7. sæti deildarinnar í fyrra með aðeins 28 stig sem kostaði þjálfarann Srjdan Tufedzic starfið. KA-menn halda áfram að blása í herlúðra og hafa fengið nokkra af fræknustu sonum félagsins heim fyrir sumarið til að reyna að ýta sér enn frekar í átt að Evrópubaráttunni en leiðinlegt mál kom upp um daginn þegar að félagið þurfti að skila frá sér Guðjóni Pétri Lýðssyni sem kom og fór án þess að spila leik fyrir KA í Pepsi-deildinni. Þjálfari KA er Óli Stefán Flóventsson sem kom Grindavík upp í efstu deild og gerði stórgóða hluti með liðið árið 2017. Hann komst alla leið á toppinn með Grindavík í sjöundu umferð í fyrra en eftir það fór liðið í frjálst fall og endaði í tíunda sæti. Óli hefur sterka hugmyndafræði og er búinn að finna sinn leikstíl sem hann mun reyna að þróa í aðeins meiri sóknarbolta hjá KA-mönnum.Baksýnisspegillinn KA var svolítið í því á síðustu leiktíð að tapa stigum gegn liðum sem það hefði almennt átt að klára og var líklega toppurinn á því veseni þegar að lánlausir Víkingar komu til baka gegn þeim gulu á heimavelli sínum í Víkinni eftir að lenda 2-0 undir og jöfnuðu í uppbótartíma. Ætli KA sér að gera alvöru hluti í deildinni þarf það að fara að klára svona leiki og læra að sigla þeim heim. Þá er vissulega gott að vera kominn með mann í brúnna sem hefur búið lengi í sjómannabæ. Liðið og leikmenngrafík/gvendurStuðningsmönnum KA er alveg óhætt að vera spenntir fyrir byrjunarliðinu sem er ógnarsterkt og hefur skemmtilega blöndu af reynsluboltum, fyrrverandi atvinnumönnum og mikið af heimamönnum, ungum sem öldnum. Markvarðarstaðan verður líklega mesti hausverkurinn en Óli Stefán ætlar að gefa Aroni og Aroni tækifæri til að sanna stig á milli stanganna en báðir eru ungir að árum. Í KA-liðinu er barátta, gæði, mörk og öflugir varnarmenn þannig allt er til alls til að gera betri hluti en liðinu er spáð.HryggjarstykkiðHaukur Heiðar Hauksson (f. 1991): Annar uppalinn fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður er kominn heim og það er spenna fyrir þessum bita. Haukur Heiðar var einn besti varnarmaður deildarinnar þegar að hann spilaði hér síðast og kemur heim sem Svíþjóðarmeistari með AIK þó hann hafi spilað lítið. Haukur er hvað þekktastur hér heima fyrir störf sín sem bakvörður og getur hann leyst vængbakvörðinn auðveldlega. Hann hefur þó undanfarin ár verið að spila sem miðvörður í þriggja manna línu AIK og ætti því að falla fullkomlega inn í hugmyndafræði og leikstíl þjálfarans.Almarr Ormarsson (f. 1988): Það eru ekki margir ósérhlífnari í bransanum en Almarr Ormarsson sem hlýtur að vera mesti draumaleikmaður allra þjálfara. Almarr er kominn yfir þrítugt og er einn mesti reynsluboltinn í deildinni með yfir 300 leiki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins og bikar. Almarr er gríðarlegur liðsmaður sem er bæði góður í fótbolta með fínar sendingar en fyrst og fremst baráttuhundur á miðjunni. Hann er leikmaðurinn sem öll lið þurfa að hafa innan sinna raða.Elfar Árni Aðalsteinsson (f. 1990): Verkalýðssonurinn frá Húsavík skoraði níu mörk á endurkomutímabili sínu í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum en mörkin voru aðeins fimm í fyrra. Þessi grjótharði og hávaxni framherji þarf að fara að taka velgengni sína á undirbúningstímabilinu með sér inn í tímabilið þegar kemur að markaskorun. Hann er aftur á móti gríðarlegur baráttujaxl sem sannast í því að enginn leikmaður í deildinni fór í fleiri návígi á síðustu leiktíð eða 333 talsins. Markaðurinngrafík/gvendurKA-menn voru með A í einkunn áður en Guðjón Pétur Lýðsson ákvað óvænt að Akureyri væri ekki fyrir sig og yfirgaf félagið án þess að spila fyrir það deildarleik. Þar fór mikil reynsla og sigurhefð í einum leikmanni. Leikmaður sem hefði getað skipt sköpum og aðeins breytt hugsunarhætti KA-manna sem hafa ekki náð markmiðum sínum síðustu misseri. Það var stórt að fá Hauk Heiðar heim sem og Almarr og ekki minnkar KA-hjartað með Andra Fannari Stefássyni sem er kominn heim úr Val. Andri getur leyst margar stöður. Þá eru KA-menn ánægðir með norska vængbakvörðinn sem er mættur og til að styrkja varnarleikinn enn frekar en Fjölnismaðurinn Torfi Tímóteus kominn á láni. KA hefur verið duglegt að sanka að sér hæfileikaríkustu piltunum úr nágrenni Akureyrar og eru mættir undrabörnin og tvíburarnir úr Dalvík/Reyni, Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissyni sem mikið hefur verið látið með fyrir norðan. Þeir gulu sjá á eftir Bjarna Mark til Noregs en tími var kominn á miðjumennina Archie og Trnicic auk þess sem Cristian Martínez stóð engan veginn undir væntingum. Brotthvarf Guðmanns Þórissonar hefur minni áhrif í ljósi komu Hauks Heiðars og Torfa.Markaðseinkunn: B+ Hvað segir sérfræðingurinn?„Það hefur gustað aðeins á brekkunni undanfarið, þar sem að ég hélt að aldrie hreyfði vind. Þetta Guðjóns Péturs-mál hefur sett sinn svip á málin,“ segir Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna, um KA-liðið. „Svona mál getur farið með liðið í báðar áttir. Bæði getur liðið þjappað sér saman en sömuleiðis getur verið erfitt að glíma við svona rétt fyrir mót.“ „Það var ekki góður bragur á KA á móti ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins en í heildina hefur liðið litið ágætlega út á undirbúningstímabilinu.“ „Ég held að örlög KA verði að sigla lygnan sjó. Liðið er með unga menn þannig að ég held að þolinmæði sé lykilorðið hjá KA í ár,“ segir Atli Viðar Björnsson. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurKA-menn náðu sínum besta árangri fyrr og síðar þegar þeir urðu Íslandsmeistarar sumarið 1989. Þetta er eina skiptið sem KA-liðið hefur verið meðal þriggja efstu liða á Íslandsmótinu en KA náði fjórða sætinu 1988 og 2002. KA hefur þrisvar komist í bikarúrslit og tapað í öll skiptin.Erlingur Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistaraliðsins fyrir 30 árum, er leikjahæsti KA-maðurinn í efstu deild en hann spilaði á sínum tíma 127 leiki í efstu deild og hefur tólf leikja forskot á næsta mann.Þorvaldur Örlygsson er markahæsti KA-maðurinn í efstu deild með 22 mörk en Ásgeir Sigurgeirsson skoraði tíu mörk síðasta sumar og minnkaði forskotið í sjö mörk.Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir KA síðan farið var að taka þær saman sumarið 1992. Hallgrímur hefur gefið 17 stoðsendingar en hann komst upp fyrir Dean Martin (15) síðasta sumar. Vinsælasta sæti KA-manna í nútímafótbolta (1977-2018) er tíunda sætið sem liðið hefur lent í fjórum sinnum síðast sumarið 2004. Í öll skiptin hefur það þýtt fall úr deildinni en í dag bjarga liðin sér sem enda í tíunda sætinu. Goðsögn sem gæti nýst liðinu í sumar KA ætlar að treysta á unga markverði í sumar og mögulega búa til framtíðarstjörnur en ekki margir markverðir hafa orðið stjörnur hjá félaginu. Einn er þó sem alltaf var traustur en fór reyndar með erkifjendunum í Þór upp um deild. Ungverski vítabaninn Sandor Matuz stóð alltaf fyrir sínu og væri ekki amalegt fyrir KA-menn að geta treyst á slíkan reynslubolta í markinu í sumar.
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Komið að kveðjustund í Fossvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Lífróður suðurnesjamanna heldur áfram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 16. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Aftur í gamla farið í Vestmannaeyjum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 15. apríl 2019 10:00
Pepsi Max-spáin 2019: Svipað lið og sama niðurstaða í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. 17. apríl 2019 10:00