Ætlar að gera allt til að vera til staðar fyrir börnin í framtíðinni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2019 09:30 Ragnar Snær og Fanney fara saman í gegnum erfiða baráttu við krabbamein. Degi eftir að hin 32 ára Fanney Eiríksdóttir fékk að vita að hún og maður hennar, Ragnar Snær, ættu von á dreng, fengu þau að vita að hún væri með krabbamein. Fyrir áttu þau Emilý Rósu og kom aldrei til greina að stoppa meðgöngu. Nokkrum mánuðum síðar kom Erik Fjólar í heiminn, heilbrigður og flottur. Í dag er krabbameinið búið að dreifa sér en fjölskyldan er þó ekki hætt að berjast enda segir Fanney að börnin hennar þurfi mömmu sína og hún geti ekki leyft sér annað en að vera vongóð en rætt var við hjónin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Þegar Fanney varð ólétt árið 2018 gekk allt vel til að byrja með en síðan fór að blæða lítilega. „Ég hringi upp á kvennadeild og segi bara hvernig þetta er búið að vera. Þær vilja fá mig til að skoða mig og útiloka hvort það sé nokkuð gat á belgnum,“ segir Fanney sem fer því næst í tékk. Þar kom allt vel út en það þurfti að taka sýni til vonar og vara. Niðurstöðurnar var þá ekki hægt að fá strax þar sem leitarstöðin var lokuð vegna sumarfría. Hún þurfti því að mæta aftur til að láta taka klípusýni úr leghálsinum. Læknarnir höfðu þó ekki áhyggjur segir Fanney því að hún hafði alltaf farið samviskusamlega í allar skoðanir og þeir sögðu: „Þú hefur aldrei verið með neinar frumubreytingar og það tekur frumubreytingar 10-15 ár að verða að krabbameini,“ segir Fanney sem varð rólegri við þau tíðindi. Sýni voru tekin á fimmtudegi og þau fengu niðurstöðu á mánudegi og fengu að vita af því að Fanney væri með krabbamein.Fyrir sex mánuðum fæddist heilbrigður drengur.„Ég held að við höfum bara pínulítið frosið. Hann biður um að fá að skoða mig aðeins betur og þá brotnaði ég pínu niður og byrjaði að gráta en síðan hristi ég það af mér.“ „Fyrst er þetta eins og þú sért í einhverri bíómynd og þú bíður bara eftir því að þú sért klipinn og vaknir upp úr einhverjum draumi. Það er í rauninni enn þann dag í dag þannig,“ segir Ragnar Snær Njálsson, eiginmaður Fanneyjar.Maður klórar sér í hausnum „Meinið sem slíkt myndast út frá þessari veiru sem er búin að vera í áraraðir að myndast. Fyrst þegar við tölum við lækna segja þeir að þetta sé æxli sem sé orðið þannig að stærð að það hafi tekið einhver átta til tólf ár fyrir það að myndast. Í millitíðinni eigum við Emilý og hún fer í eftirskoðun eftir það og það finnst ekki neitt. Það er bara svo margt í þessu ferli sem maður klórar sér í hausnum yfir því það á ekki að vera hægt að það sjáist ekkert í millitíðinni,“ segir Ragnar en æxlið var orðið að stærð við handbolta og Fanney ólétt af öðru barni þeirra hjóna. „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu og þá var ég kominn tuttugu vikur. Daginn áður fengum við að vita kynið,“ segir Fanney. Valmöguleikinn sem þau völdu var að bíða með alla meðferð og byrja síðan lyfjameðferð þegar barnið kæmi í heiminn og vona það besta. Þau völdu þá leið. Fyrir sex mánuðum fæddist því heilbrigður drengur. „Ég setti þetta strax bara algjörlega í hendurnar á henni og það tók hana örfá sekúndu brot að svara að það kæmi ekki til greina að fara þá leið, það var aldrei möguleiki. Fyrir mér var bara númer 1,2 og þrjú var alltaf hennar heilsa og velferð.“Fjölskyldan um síðustu jól.Litli prinsinn kom og var það mikil gleði í erfileikunum. Baráttan var ekki á enda. Fanney hélt áfram meðferð. Lyfjameðferð einu sinni í viku og geislameðferð á hverjum degi í sex vikur. „Maður var hjá honum allan daginn og rölti síðan í geislana inn á milli og síðan aftur upp á vökudeild. Þetta var mjög krefjandi því maður var alveg rosalega þreyttur og búin á því,“ segir Fanney. Að meðferð lokinni komu góðar fréttir frá læknum.Meinið komið á fleiri staði „Æxlið sést varla lengur og hann sagði að jafnvel það sem eftir væri gæti bara verið dauður vefur,“ segir Fanney og fagnaði parið eðlilega fréttunum. Þarna áttu þau eftir að fara í jáeindaskanna sem er mun nákvæmari. Það var gert og tveimur vikum síðar komu niðurstöðurnar. Meinið hafði dreift sér og þau urðu eðlilega sár og svekkt. Þau taka fram að allt starfsfólk heilbrigðiskerfisins hafi verið gott og hjálplegt en kerfið segja þau vera brotið. Þau segja að eitthvað verði að breytast. Hvers vegna sást meinið ekki fyrr? „Hún fer ekki í jáeindaskanna fyrr en átta mánuðum eftir að hún er greind. Fyrir mér er það eitthvað svo galið. Svo í millitíðinni að fá fréttir úr segulómskoðuninni að þetta líti svo vel út og allt sé í góðum farvegi þegar það er ekki. Mér finnst þetta bara svo undarlegt allt saman.“ Þarna var Fanney komin með meinvörp á nokkrum stöðum í lungum, bakvið hjartað, í beinum og víðar. Þessu fylgja verkjaköst sem fæstir geta ímyndað sér.Fanney hefur farið í gegnum erfiðar lyfja og geislameðferðir.„Þegar þetta er komið á þessa staði og í beinin líka er þetta skilgreint sem fjórða stigs krabbamein. Það er eitthvað sem er flokkað sem síðasta stigið,“ segir Ragnar. Þau Ragnar og Fanney eru óljóslega hrædd. Lífið með tveimur litlum börnum nýhafið og óvissan framundan.Lífið er ósanngjarnt „Hugafar mitt er ekki þannig að þetta sé orðið svona og svona og ég sé að fara deyja. Ég vil ekki hugsa svona. Ég á tvö falleg yndisleg börn sem ég veit að þarfnast mín og ég ætla gera allt sem ég get til að vera til staðar fyrir þau í framtíðinni. Maður verður bara að reyna að vera jákvæður og hafa húmorinn í lagi. Þetta er bara mitt verkefni og ég þarf bara að takast á við það.“ „Þetta er ósanngjarnt. Lífið er ósanngjarnt. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er erfitt að horfa upp á ástina sína veikjast svona fyrir framan augun á sér,“ segir Ragnar. „Ég reyni mest að hugsa um börnin mín áður en ég fer að sofa. Eins og staðan er búin að vera síðustu tvær vikur er ég bara búin að vera í innlögn á kvennadeildinni út af því að ég er búin að vera svo veik. Síðasta lyfjameðferð fór svo rosalega illa í mig. Ég er yfirleitt verst á kvöldin þegar ég á að vera fara að sofa og þegar ég vakna.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Styrkja má þessa fjölskyldu í baráttu sinni við veikindi Fanneyjar með því að leggja fé inn á: bnr: 0536-26-170487 kt: 100387-2209 Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Degi eftir að hin 32 ára Fanney Eiríksdóttir fékk að vita að hún og maður hennar, Ragnar Snær, ættu von á dreng, fengu þau að vita að hún væri með krabbamein. Fyrir áttu þau Emilý Rósu og kom aldrei til greina að stoppa meðgöngu. Nokkrum mánuðum síðar kom Erik Fjólar í heiminn, heilbrigður og flottur. Í dag er krabbameinið búið að dreifa sér en fjölskyldan er þó ekki hætt að berjast enda segir Fanney að börnin hennar þurfi mömmu sína og hún geti ekki leyft sér annað en að vera vongóð en rætt var við hjónin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Þegar Fanney varð ólétt árið 2018 gekk allt vel til að byrja með en síðan fór að blæða lítilega. „Ég hringi upp á kvennadeild og segi bara hvernig þetta er búið að vera. Þær vilja fá mig til að skoða mig og útiloka hvort það sé nokkuð gat á belgnum,“ segir Fanney sem fer því næst í tékk. Þar kom allt vel út en það þurfti að taka sýni til vonar og vara. Niðurstöðurnar var þá ekki hægt að fá strax þar sem leitarstöðin var lokuð vegna sumarfría. Hún þurfti því að mæta aftur til að láta taka klípusýni úr leghálsinum. Læknarnir höfðu þó ekki áhyggjur segir Fanney því að hún hafði alltaf farið samviskusamlega í allar skoðanir og þeir sögðu: „Þú hefur aldrei verið með neinar frumubreytingar og það tekur frumubreytingar 10-15 ár að verða að krabbameini,“ segir Fanney sem varð rólegri við þau tíðindi. Sýni voru tekin á fimmtudegi og þau fengu niðurstöðu á mánudegi og fengu að vita af því að Fanney væri með krabbamein.Fyrir sex mánuðum fæddist heilbrigður drengur.„Ég held að við höfum bara pínulítið frosið. Hann biður um að fá að skoða mig aðeins betur og þá brotnaði ég pínu niður og byrjaði að gráta en síðan hristi ég það af mér.“ „Fyrst er þetta eins og þú sért í einhverri bíómynd og þú bíður bara eftir því að þú sért klipinn og vaknir upp úr einhverjum draumi. Það er í rauninni enn þann dag í dag þannig,“ segir Ragnar Snær Njálsson, eiginmaður Fanneyjar.Maður klórar sér í hausnum „Meinið sem slíkt myndast út frá þessari veiru sem er búin að vera í áraraðir að myndast. Fyrst þegar við tölum við lækna segja þeir að þetta sé æxli sem sé orðið þannig að stærð að það hafi tekið einhver átta til tólf ár fyrir það að myndast. Í millitíðinni eigum við Emilý og hún fer í eftirskoðun eftir það og það finnst ekki neitt. Það er bara svo margt í þessu ferli sem maður klórar sér í hausnum yfir því það á ekki að vera hægt að það sjáist ekkert í millitíðinni,“ segir Ragnar en æxlið var orðið að stærð við handbolta og Fanney ólétt af öðru barni þeirra hjóna. „Fyrsti valmöguleikinn var að eyða barninu og þá var ég kominn tuttugu vikur. Daginn áður fengum við að vita kynið,“ segir Fanney. Valmöguleikinn sem þau völdu var að bíða með alla meðferð og byrja síðan lyfjameðferð þegar barnið kæmi í heiminn og vona það besta. Þau völdu þá leið. Fyrir sex mánuðum fæddist því heilbrigður drengur. „Ég setti þetta strax bara algjörlega í hendurnar á henni og það tók hana örfá sekúndu brot að svara að það kæmi ekki til greina að fara þá leið, það var aldrei möguleiki. Fyrir mér var bara númer 1,2 og þrjú var alltaf hennar heilsa og velferð.“Fjölskyldan um síðustu jól.Litli prinsinn kom og var það mikil gleði í erfileikunum. Baráttan var ekki á enda. Fanney hélt áfram meðferð. Lyfjameðferð einu sinni í viku og geislameðferð á hverjum degi í sex vikur. „Maður var hjá honum allan daginn og rölti síðan í geislana inn á milli og síðan aftur upp á vökudeild. Þetta var mjög krefjandi því maður var alveg rosalega þreyttur og búin á því,“ segir Fanney. Að meðferð lokinni komu góðar fréttir frá læknum.Meinið komið á fleiri staði „Æxlið sést varla lengur og hann sagði að jafnvel það sem eftir væri gæti bara verið dauður vefur,“ segir Fanney og fagnaði parið eðlilega fréttunum. Þarna áttu þau eftir að fara í jáeindaskanna sem er mun nákvæmari. Það var gert og tveimur vikum síðar komu niðurstöðurnar. Meinið hafði dreift sér og þau urðu eðlilega sár og svekkt. Þau taka fram að allt starfsfólk heilbrigðiskerfisins hafi verið gott og hjálplegt en kerfið segja þau vera brotið. Þau segja að eitthvað verði að breytast. Hvers vegna sást meinið ekki fyrr? „Hún fer ekki í jáeindaskanna fyrr en átta mánuðum eftir að hún er greind. Fyrir mér er það eitthvað svo galið. Svo í millitíðinni að fá fréttir úr segulómskoðuninni að þetta líti svo vel út og allt sé í góðum farvegi þegar það er ekki. Mér finnst þetta bara svo undarlegt allt saman.“ Þarna var Fanney komin með meinvörp á nokkrum stöðum í lungum, bakvið hjartað, í beinum og víðar. Þessu fylgja verkjaköst sem fæstir geta ímyndað sér.Fanney hefur farið í gegnum erfiðar lyfja og geislameðferðir.„Þegar þetta er komið á þessa staði og í beinin líka er þetta skilgreint sem fjórða stigs krabbamein. Það er eitthvað sem er flokkað sem síðasta stigið,“ segir Ragnar. Þau Ragnar og Fanney eru óljóslega hrædd. Lífið með tveimur litlum börnum nýhafið og óvissan framundan.Lífið er ósanngjarnt „Hugafar mitt er ekki þannig að þetta sé orðið svona og svona og ég sé að fara deyja. Ég vil ekki hugsa svona. Ég á tvö falleg yndisleg börn sem ég veit að þarfnast mín og ég ætla gera allt sem ég get til að vera til staðar fyrir þau í framtíðinni. Maður verður bara að reyna að vera jákvæður og hafa húmorinn í lagi. Þetta er bara mitt verkefni og ég þarf bara að takast á við það.“ „Þetta er ósanngjarnt. Lífið er ósanngjarnt. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það er erfitt að horfa upp á ástina sína veikjast svona fyrir framan augun á sér,“ segir Ragnar. „Ég reyni mest að hugsa um börnin mín áður en ég fer að sofa. Eins og staðan er búin að vera síðustu tvær vikur er ég bara búin að vera í innlögn á kvennadeildinni út af því að ég er búin að vera svo veik. Síðasta lyfjameðferð fór svo rosalega illa í mig. Ég er yfirleitt verst á kvöldin þegar ég á að vera fara að sofa og þegar ég vakna.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Styrkja má þessa fjölskyldu í baráttu sinni við veikindi Fanneyjar með því að leggja fé inn á: bnr: 0536-26-170487 kt: 100387-2209
Börn og uppeldi Ísland í dag Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira