Verkhönnun 2+1 vegar um Kjalarnes boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Verkið hófst í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela. Þrjú önnur hringtorg verða á kaflanum að Hvalfjarðargöngum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Vonast er til að nýr tveir plús einn vegur með aðskildum akreinum verði tilbúinn eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eftir tvö banaslys á síðasta ári er lítil biðlund eftir frekari töfum á úrbótum á þessum níu kílómetra kafla hringvegarins milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga. Sérlega brýnt þykir að skilja að akstursstefnur en þarna fara um milli níu og tíu þúsund bílar á sólarhring. Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er níu kílómetra langur, frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf að hanna nýjan veg og núna hefur Vegagerðin auglýst útboð verkhönnunar. Framkvæmdir hófust raunar í fyrra með gerð hringtorgs við Esjumela en í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin er að hafa þrjú önnur hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Dalsmynni ofan Hvalfjarðarganga. Þá er gert ráð fyrir tólf kílómetrum af hliðarvegum til að fækka gatnamótum, 3,4 kílómetrum af hjóla- og göngustígum og fimm undirgöngum, þar af verða ein akstursundirgöng skammt sunnan við Klébergsskóla og Vallá. Miðað er við að verkhönnun sé lokið fyrir 1. júní 2020.Yfir þrír kílómetrar af göngu- og hjólastígum verða lagðir meðfram Vesturlandsvegi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það verður þó ekki beðið svo lengi með að hefjast handa við næsta áfanga. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, segir vonir standa til að byrja í ár á umferðaröryggisaðgerðum sem felist í fækkun tenginga. Næsta útboð yrði svo vorið 2020. Hún segir ekki fastákveðið hvaða kaflar verða í forgangi en að öllum líkindum verði það hringtorg við Grundarhverfi og vegurinn þaðan til suðurs.Líklegt er að byrjað verði á hringtorgi við Grundarhverfi og síðan haldið áfram suður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 3,2 milljörðum króna til verksins og að því verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akranes Kjósarhreppur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Semja þarf við fjölmarga landeigendur vegna breikkunar Vesturlandsvegar Landeigendur eiga von á kynningarbréfi frá Vegagerðinni í þessari viku vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar segir um fjölmarga landeigendur að ræða en þeir eiga landið á öllu framkvæmdarsvæðinu, alls um níu kílómetra. 8. apríl 2019 14:30
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent