Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. apríl 2019 18:50 Tiger á lokahringnum vísir/getty Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. Fransesco Molinari leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag en Tiger var tveimur höggum á eftir honum. Molinari lenti hins vegar í vandræðum á meðan Tiger hélt velli. Hann var tveimur höggum á undan næstu mönnum þegar hann átti tvær holur eftir. Á átjándu holu lenti hann í smá vandræðum, missti púttið fyrir pari en þar sem hann var með tveggja högga forystu fyrir holuna mátti hann við því að fá skolla. Hann fékk frekar einfalt pútt fyrir skollanum, til þess að tryggja sigurinn, og það fór örugglega ofan í.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Tiger fagnaði sigrinum innilega, enda hafði hann beðið lengi eftir sigri á risamóti. Sá síðasti kom fyrir ellefu árum og síðasti sigurinn á Masters varð 2005. Hann hafði gengið í gegnum mikið til þess að ná sigrinum, en hann fór í fjórar bakaðgerðir á fjórum árum og er aðeins um eitt og hálft ár síðan hann fór aftur að spila golf að ráði eftir bakmeiðslin. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. Fransesco Molinari leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag en Tiger var tveimur höggum á eftir honum. Molinari lenti hins vegar í vandræðum á meðan Tiger hélt velli. Hann var tveimur höggum á undan næstu mönnum þegar hann átti tvær holur eftir. Á átjándu holu lenti hann í smá vandræðum, missti púttið fyrir pari en þar sem hann var með tveggja högga forystu fyrir holuna mátti hann við því að fá skolla. Hann fékk frekar einfalt pútt fyrir skollanum, til þess að tryggja sigurinn, og það fór örugglega ofan í.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Tiger fagnaði sigrinum innilega, enda hafði hann beðið lengi eftir sigri á risamóti. Sá síðasti kom fyrir ellefu árum og síðasti sigurinn á Masters varð 2005. Hann hafði gengið í gegnum mikið til þess að ná sigrinum, en hann fór í fjórar bakaðgerðir á fjórum árum og er aðeins um eitt og hálft ár síðan hann fór aftur að spila golf að ráði eftir bakmeiðslin.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira