Heimsmeistarinn í íssundi syndir í sjónum í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 19:45 Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjósund Ölfus Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Birna Hrönn Sigurjónsdóttir í Þorlákshöfn kallar ekki allt ömmu sína því hún elskar að synda í köldum sjó og ekki síst á svæðum þar sem klakar er. Birna Hrönn uppsker eins og hún sáir því hún er nýr heimsmeistari í íssundi eftir heimsmeistarakeppni í Múrmansk í Rússlandi, sem hún tók þátt í. Birna Hrönn er 46 ára Akureyringur en býr í dag í Þorlákshöfn og er að flytja á Selfoss. Hún er hörkunagli þegar kemur að sjósundi og að synda þar sem vatn er ískalt. Birna Hrönn gerði sér lítið fyrir að sigraði heimsmeistaramótið í íssundi, sem fór fram í Rússlandi um miðjan síðasta mánuð. Hún syndir reglulega í höfninni í Þorlákshöfn og fer létt með að kljúfa öldurnar þegar hún syndir skriðsund. Hitastigið er 3 til 4 gráður. Birna Hrönn segir geggjað að synda í höfninni, hún sé alltaf eins og ný eftir sundið. „Þetta gerist ekki betra, nema að það væri aðeins kaldara, aðstæðurnar eru alltaf frábærar í sjónum“, segir hún. Aðstæðurnar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi voru mjög kaldar og erfiðar, töluvert frost úti og starfsmenn mótsins þurftu að veiða ísinn upp úr keppnislauginni með háfi áður en keppendur fengu að fara ofan í laugina. Vatnið í keppninni var mínus 0,4 stig en keppendur syntu þúsund metra í lauginni. Þegar Birn Hrönn er búin að synda í sjónum fer hún alltaf strax í sundlaugina í Þorlákshöfn og hlýjar sér þar í heita pottinum. Hún segir að það hafi verið frábært að keppa á heimsmeistaramótinu. „Ég er að glíma við áfallastreituröskun og kvíða og ef ég fer mjög reglulega í kalt þá minnkar kvíðinn rosalega mikið og ég fúnkera miklu betur í daglegu lífi“. Birna Hrönn syndir nokkrum sinnum í viku í sjónum í Þorlákshöfn og segir það vera hennar meðal gegn þeim kvíða, sem hún glímir við.Magnús HlynurBirna segist ekki finna neinn mun á sér eftir að hún varð heimsmeistari. „Nei, ég finn engan mun, það er kannski gaman að vera heimsmeistari því sportið vekur þá kannski meiri áhuga hjá fólki, þannig að fleiri komi í íssundið, það er leiðinlegt að vera eini Íslendingurinn. Hollenska liðið spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði að koma út að borða með þeim eða hvort ég ætlaði að hanga með íslenska liðinu, ég var ein“, segir Birna og hlær. Birna Hrönn, nýkrýndur heimsmeistari í íssundi, hér stödd í heita pottinum í sundlauginni í Þorlákshöfn eftir góðan sundsprett í höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sjósund Ölfus Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira