Lífið

Blúshátíð Reykjavíkur sett með pompi og prakt

Andri Eysteinsson skrifar
Frá setningarskrúðgöngu niður Skólavörðustíg.
Frá setningarskrúðgöngu niður Skólavörðustíg. Vísir/Sigurjón
Blúshátíð Reykjavíkur var sett í dag með skrúðgöngu sem lúðrasveitin Svanur leiddi frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíginn. Þar fór formleg setning hátíðarinnar fram.

Hátíðin fer fram með þremur stórtónleikum á Hilton Nordica Hotel auk viðburðanna í dag. Hátíðinni lýkur fimmtudaginn 18.apríl.

Við setningu hátíðarinnar var Róbert Þórhallsson útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur. „Róbert er einn af okkar allra bestu og eftirsóttustu rafbassaleikurum. Hann hefur verið órjúfanlegur hluti íslenska blússamfélagsins um árabil og hefur meðal annars spilað með húsbandinu, Blue Ice Band, á hverri einustu Blúshátíð frá árinu 2006,“ segir í tilkynningu frá Blúshátíð Reykjavíkur.

Boðið var upp á lifandi tónlist og góðgæti að funheitum grillum. Félagar úr Krúser-klúbbnum sýndu einnig bíla sína á Skólavörðustígnum.

Aðalgestur hátíðarinnar er Joe Louis Walker sem af mörgum er talinn besti blústónlistarmaður samtímans, þá kemur hinn sænski Emil Arvidsson og spilar fyrir gesti hátíðarinnar.

Einnig mun hin ástsæla blúshljómsveit, Vinir Dóra, halda upp á 30 ára starfsafmæli sitt á Blúshátíð með stórtónleikum.

Róbert Þórhallsson var útnefndur heiðursfélagi hátíðarinnarVísir/Sigurjón
Meðlimir Krúser-klúbbsins sýndu eðalvagna sína.Vísir/Sigurjón





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.