Nýr Herjólfur Óttar Guðmundsson skrifar 13. apríl 2019 07:15 Ég hef um árabil hitt ágætan sálfræðing reglulega. Margsinnis hef ég staðið á erfiðum krossgötum og ekki vitað mitt rjúkandi ráð. Hann hefur lagt á það ríka áherslu að mestu skipti að taka ákvörðun og halda áfram. „Taktu ákvörðun og stattu undir þeirri ákvörðun sem þú tekur. Það er sjaldnast til blessunar að skipta um hest í ánni miðri. Ákvörðun sem þú tekur á eigin forsendum getur aldrei verið röng!“ sagði hann stundum. „Já, og ekki leita ráða hjá mörgum. Það fer venjulega illa.“ Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég las byggingarsögu nýju Vestmannaeyjaferjunnar. Þegar smíði skipsins var löngu hafin ákváðu menn að lengja það um 7 metra með tilheyrandi kostnaði. Nokkru síðar fengu menn þá umhverfisvænu hugmynd að skipið skyldi knúið rafmagni. Enn var lagt í kostnaðarsamar breytingar og endurbyggingu. Skipið var meira og minna endurhannað í kringum rafhlöðurnar. Nýjar og nýjar snjallar ákvarðanir voru teknar um breytingar með tilheyrandi töfum, kostnaði og ósamkomulagi. Það er reyndar ekki einfalt verk að byggja nýjan Herjólf. Skipið á bæði að vera flatbotna eins og landgönguprammi og líka gott sjóskip í röstinni fyrir Suðurlandi. Nú mun það vera farbúið en pólsku skipasmiðirnir vilja fá eitthvað fyrir allar breytingarnar. Þá loksins gat hin ákvarðanafælna Vegagerð tekið ákvörðun. „Við borgum ekki,“ sögðu menn eins og í gömlu Dario Fo leikriti. Skipið bíður og ekkert gerist. Dýpkunarskipin halda áfram að færa Landeyjasand úr stað. Gamalt skilti hjá vinkonu minni í ferðabransanum kemur upp í hugann: „Þú breytir ekki eftirá nema gegn gjaldi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Ég hef um árabil hitt ágætan sálfræðing reglulega. Margsinnis hef ég staðið á erfiðum krossgötum og ekki vitað mitt rjúkandi ráð. Hann hefur lagt á það ríka áherslu að mestu skipti að taka ákvörðun og halda áfram. „Taktu ákvörðun og stattu undir þeirri ákvörðun sem þú tekur. Það er sjaldnast til blessunar að skipta um hest í ánni miðri. Ákvörðun sem þú tekur á eigin forsendum getur aldrei verið röng!“ sagði hann stundum. „Já, og ekki leita ráða hjá mörgum. Það fer venjulega illa.“ Mér datt þetta í hug á dögunum þegar ég las byggingarsögu nýju Vestmannaeyjaferjunnar. Þegar smíði skipsins var löngu hafin ákváðu menn að lengja það um 7 metra með tilheyrandi kostnaði. Nokkru síðar fengu menn þá umhverfisvænu hugmynd að skipið skyldi knúið rafmagni. Enn var lagt í kostnaðarsamar breytingar og endurbyggingu. Skipið var meira og minna endurhannað í kringum rafhlöðurnar. Nýjar og nýjar snjallar ákvarðanir voru teknar um breytingar með tilheyrandi töfum, kostnaði og ósamkomulagi. Það er reyndar ekki einfalt verk að byggja nýjan Herjólf. Skipið á bæði að vera flatbotna eins og landgönguprammi og líka gott sjóskip í röstinni fyrir Suðurlandi. Nú mun það vera farbúið en pólsku skipasmiðirnir vilja fá eitthvað fyrir allar breytingarnar. Þá loksins gat hin ákvarðanafælna Vegagerð tekið ákvörðun. „Við borgum ekki,“ sögðu menn eins og í gömlu Dario Fo leikriti. Skipið bíður og ekkert gerist. Dýpkunarskipin halda áfram að færa Landeyjasand úr stað. Gamalt skilti hjá vinkonu minni í ferðabransanum kemur upp í hugann: „Þú breytir ekki eftirá nema gegn gjaldi.“
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun