Roberto Firmino hafði betur í baráttunni við þrjá aðra sem voru tilnefndir. Það voru Son Heung-min hjá Tottenham, Gerard Piqué hjá Barcelona og Frenkie de Jong hjá Ajax.
Roberto Firmino lagði upp fyrsta mark Liverpool á móti Porto og skoraði það síðara sjálfur.
Goal. Assist. 2-0 win.
Roberto Firmino is the Champions League player of the week pic.twitter.com/xz50UEVLBJ
— B/R Football (@brfootball) April 12, 2019
Son Heung-min skoraði sigurmark Tottenham á móti Manchester City, 91 prósent sendinga Frenkie de Jong á miðju Ajax heppnuðust á móti Juventus og Gerard Piqué átti tíu hreinsanir í leik Barcelona og Manchester United á Old Trafford.
Hér fyrir neðan má sjá frekar yfirlit yfir frammistöðu Roberto Firmino í 2-0 sigrinum á Porto en Liverpool er í góðum málum fyrir seinni leikinn í Portúgal.
Roberto Firmino's game by numbers vs. Porto:
49 touches
20 passes completed
3 shots
3 tackles won
2 take-ons completed
1 chance created
1 goal
1 assist
Player of the Week. https://t.co/KPA1MnvReJ
— Squawka Football (@Squawka) April 12, 2019