Ein ástsælasta söngkona landsins, hin fallega og hláturmilda Þuríður Sigurðardóttir og sjarmörinn Friðrik Friðriksson giftu sig aftur eftir 40 ára hjónaband en Friðrik kom Þuríði á óvart þegar þau voru á ferðalagi á Grænhöfðaeyjum.
Vala Matt heimsótti hjónin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og hitti þessi fallegu hjón.

„Það sem heldur sambandi okkar gangandi eru sameiginleg áhugamál og ákveðin virðing. Við pössum okkur að vera ekki að þrasa út af einhverjum smámunum og höfum við aldrei gert það,“ segir Þuríður.
„Við höfum bæði tekist á við alvarlega sjúkdóma, komist yfir það og þegar það gerist í lífi manns þá áttar maður sig á því hvað er mikilvægast í lífinu og ég held að það sé allur galdurinn.“
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.