Ég held mig sé að dreyma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 08:00 Már að hengja upp plakat í húsnæði Blindrafélagsins fyrir tónleika kvöldsins í Hljómahöllinni. Það er að mörgu að hyggja. „Mér finnst ótrúlegt að platan sé orðin að veruleika og útgáfutónleikar í kvöld. Ég held mig sé að dreyma. Það hefur verið svo mikið að gera að ég man varla síðustu mánuði. Tíminn hefur bara liðið svona,“ segir Már Gunnarsson og smellir fingrum. Hann er söngvari, píanóleikari og lagahöfundur og er að tala um sína fyrstu plötu, Söng fuglsins. Hún var tekin upp í Póllandi, undir stjórn eins virtasta útsetjara landsins, Hadrian Tabecki. „Það eru komnir hingað fjórir atvinnu-hljóðfæraleikarar frá Póllandi, rosalega færir, til að spila á útgáfutónleikunum í kvöld í Hljómahöllinni og frábær poppsöngkona, Natalia Przybysz. Það er algerlega magnað að þau skuli öll gefa sér tíma til koma hingað. Svo er líka íslenskt tónlistarfólk í bandinu, Villi Naglbítur, Ívar Daníels, Guðjón Steinn Skúlason og Ísold Wilberg, systir mín, þannig að þetta er pólskt-íslenskt samstarf.“ Már tók þátt í söngvakeppni í Kraká í Póllandi fyrir tveimur árum og varð í þriðja sæti. Í fyrrasumar fór hann aftur út og söng á stærstu góðgerðartónleikunum í Póllandi. „Við erum að tala um 16.000 manns í húsinu og tónleikunum var streymt til tveggja milljóna,“ lýsir hann og segir góð tengsl hafa skapast við pólskt tónlistarfólk í þessum ferðum. Gísli Helgason, flautuleikari og lagasmiður, verður hluti af hljómsveitinni á tónleikum kvöldsins að sögn Más. „Gísli er alger fagmaður og góður vinur minn, ég er stoltur af að hafa þann meistara með í þessu verkefni,“ segir hann. Þeir Már og Gísli eiga fleira sameiginlegt, því báðir eru nær blindir. „Ég hef verið mjög sjónskertur alla mína tíð og þekki ekkert annað. Það er bara þannig,“ segir Már og dvelur ekki lengi við það atriði en segir líf sitt snúast um tónlistina og sund. Hann stefnir á að fara á Ólympíuleika fatlaðra á næsti ári í Tókíó. „Ég er landsliðsmaður í sundi og var á Íslandsmótinu um síðustu helgi, þá þurfti ég að fara eldsnemma á fætur og mjög snemma að sofa en þessa viku hef ég vakað fram á nætur við æfingar þannig að það er öllu snúið á haus!“ segir hann hress. Már kveðst hafa samið lög frá tíu til tólf ára aldri, á píanóið sem hann hafi þá verið búinn að spila á í nokkur ár. „Svo komst ég í tæri við snillinga og það er engu líkt hvað það gerir manni gott að vinna með góðu fólki sem leggur mikið á sig og gefur af sér,“ segir hann. Lögin á nýja diskinum eru öll eftir Má og flestir textarnir eftir Tómas Eyjólfsson. „Það eru nokkur lög komin á You Tube og Spotify og munu öll koma þangað inn. Svo verður diskurinn seldur á tónleikunum.“ Már tekur fram að tónlistarstíllinn verði fjölbreyttur í Hljómahöllinni í kvöld og þar verði vonandi eitthvað fyrir alla. Á lagalistanum nefnir hann sérstaklega Kvöldsiglingu Gísla Helgasonar. Herlegheitin hefjast klukkan 20 en húsið verður opnað klukkan 19. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Mér finnst ótrúlegt að platan sé orðin að veruleika og útgáfutónleikar í kvöld. Ég held mig sé að dreyma. Það hefur verið svo mikið að gera að ég man varla síðustu mánuði. Tíminn hefur bara liðið svona,“ segir Már Gunnarsson og smellir fingrum. Hann er söngvari, píanóleikari og lagahöfundur og er að tala um sína fyrstu plötu, Söng fuglsins. Hún var tekin upp í Póllandi, undir stjórn eins virtasta útsetjara landsins, Hadrian Tabecki. „Það eru komnir hingað fjórir atvinnu-hljóðfæraleikarar frá Póllandi, rosalega færir, til að spila á útgáfutónleikunum í kvöld í Hljómahöllinni og frábær poppsöngkona, Natalia Przybysz. Það er algerlega magnað að þau skuli öll gefa sér tíma til koma hingað. Svo er líka íslenskt tónlistarfólk í bandinu, Villi Naglbítur, Ívar Daníels, Guðjón Steinn Skúlason og Ísold Wilberg, systir mín, þannig að þetta er pólskt-íslenskt samstarf.“ Már tók þátt í söngvakeppni í Kraká í Póllandi fyrir tveimur árum og varð í þriðja sæti. Í fyrrasumar fór hann aftur út og söng á stærstu góðgerðartónleikunum í Póllandi. „Við erum að tala um 16.000 manns í húsinu og tónleikunum var streymt til tveggja milljóna,“ lýsir hann og segir góð tengsl hafa skapast við pólskt tónlistarfólk í þessum ferðum. Gísli Helgason, flautuleikari og lagasmiður, verður hluti af hljómsveitinni á tónleikum kvöldsins að sögn Más. „Gísli er alger fagmaður og góður vinur minn, ég er stoltur af að hafa þann meistara með í þessu verkefni,“ segir hann. Þeir Már og Gísli eiga fleira sameiginlegt, því báðir eru nær blindir. „Ég hef verið mjög sjónskertur alla mína tíð og þekki ekkert annað. Það er bara þannig,“ segir Már og dvelur ekki lengi við það atriði en segir líf sitt snúast um tónlistina og sund. Hann stefnir á að fara á Ólympíuleika fatlaðra á næsti ári í Tókíó. „Ég er landsliðsmaður í sundi og var á Íslandsmótinu um síðustu helgi, þá þurfti ég að fara eldsnemma á fætur og mjög snemma að sofa en þessa viku hef ég vakað fram á nætur við æfingar þannig að það er öllu snúið á haus!“ segir hann hress. Már kveðst hafa samið lög frá tíu til tólf ára aldri, á píanóið sem hann hafi þá verið búinn að spila á í nokkur ár. „Svo komst ég í tæri við snillinga og það er engu líkt hvað það gerir manni gott að vinna með góðu fólki sem leggur mikið á sig og gefur af sér,“ segir hann. Lögin á nýja diskinum eru öll eftir Má og flestir textarnir eftir Tómas Eyjólfsson. „Það eru nokkur lög komin á You Tube og Spotify og munu öll koma þangað inn. Svo verður diskurinn seldur á tónleikunum.“ Már tekur fram að tónlistarstíllinn verði fjölbreyttur í Hljómahöllinni í kvöld og þar verði vonandi eitthvað fyrir alla. Á lagalistanum nefnir hann sérstaklega Kvöldsiglingu Gísla Helgasonar. Herlegheitin hefjast klukkan 20 en húsið verður opnað klukkan 19.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira