Ekki öll nótt úti hjá Manchester United á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 09:00 Sigurmark Barcelona að verða að veruleika. Luis Suarez hefur skallað boltann í Luke Shaw og hann er á leiðinni í markið. Getty/ Robbie Jay Barratt Knattspyrnuspekingur hjá breska ríkisútvarpinu er ekkert allt of svartsýnn á möguleika Manchester United á móti Barcelona á sæti í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli í gærkvöldi. Dion Dublin, fyrrum framherji Manchester United, fór yfir stöðuna hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, eftir 1-0 tapið á móti Barcelona. „Það jákvæðasta sem Manchester United getur tekið út úr tapinu á móti Barcelona á miðvikudagskvöldið en að liðið tapaði leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Dion Dublin í útvarpspistli sínum fyrir Radio 5 live á BBC."We did not see enough of the creative side of Pogba's game. He will have to do much better next week." Dion Dublin has spoken!https://t.co/T9cKO0UvLq#mufc#Barcapic.twitter.com/Asrkc6FO9c — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„United liðið gerði ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum fyrsta leik liðanna en úrslitin þýða að Manchester United á enn möguleika í þessu einvígi,“ sagði Dublin. „Auðvitað verður gríðarlega erfitt að vinna Barcelona í þeirra eigin bakgarði en ég trúi því að Ole Gunnar Solskjaer hafi hins vegar vopnin til þess,“ sagði Dublin. Manchester United gerði vissulega betur í fyrri leiknum á móti Barcelona en í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain sem tapaðist 2-0. United tryggði sig áfram með því að vinna seinni leikinn 3-1 í París. „Ef þeir mæta með jákvætt hugarfar þá geta þeir sett Barcelona liðið undir pressu. Við sáum það við og við í þessum fyrsta leik. United þarf bara eitt mark til að jafna einvígið og ég tel að þeir þurfi meira segja ekki að skora snemma í leiknum,“ sagði Dublin.Ole Gunnar Solskjaer still believes... #mufcpic.twitter.com/x8IVKoPaj3 — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„Svo lengi sem staðan helst 1-0 samanlagt þá verður United inn í einvíginu og halda alltaf voninni. Alveg eins og þeir gerðu í þessum seinni leik í síðustu umferð á móti Paris Saint Germain. Við sáum síðan hvað gerðist þar,“ saðgi Dublin. „United var allt of aðgerðalaust í byrjun leiksins á móti Barcelona. Þeirra upplegg var greinilega að leyfa Barcelona að vera með boltann og síðan að reyna að ná skyndisóknum. Ég býst aldrei við slíkri taktík á Old Trafford. Ég vil sjá United sýna að þetta sér þeirra heimavöllur og þar leyfi þeir engu liði að yfirspila sitt lið,“ sagði Dublin. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið hans Solskjær reyndi að gera eitthvað. Þá litu þeir vel út og tempóið var gott. Góðu kaflar United voru kannski bara í 20 til 25 mínútur af þessum 90 mínútum en þá var liði að pressa Barcelona hátt og koma mönnum inn í teig Barcelona,“ sagði Dublin. „Barcelona gerði einföldu hlutina mjög vel og sköpuðu fleiri færi. Liðið hans Ernesto Valverde átti sigurinn skilinn og þeir eru líklegri til að komast áfram í undanúrslitin,“ sagði Dublin en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Knattspyrnuspekingur hjá breska ríkisútvarpinu er ekkert allt of svartsýnn á möguleika Manchester United á móti Barcelona á sæti í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli í gærkvöldi. Dion Dublin, fyrrum framherji Manchester United, fór yfir stöðuna hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, eftir 1-0 tapið á móti Barcelona. „Það jákvæðasta sem Manchester United getur tekið út úr tapinu á móti Barcelona á miðvikudagskvöldið en að liðið tapaði leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Dion Dublin í útvarpspistli sínum fyrir Radio 5 live á BBC."We did not see enough of the creative side of Pogba's game. He will have to do much better next week." Dion Dublin has spoken!https://t.co/T9cKO0UvLq#mufc#Barcapic.twitter.com/Asrkc6FO9c — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„United liðið gerði ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum fyrsta leik liðanna en úrslitin þýða að Manchester United á enn möguleika í þessu einvígi,“ sagði Dublin. „Auðvitað verður gríðarlega erfitt að vinna Barcelona í þeirra eigin bakgarði en ég trúi því að Ole Gunnar Solskjaer hafi hins vegar vopnin til þess,“ sagði Dublin. Manchester United gerði vissulega betur í fyrri leiknum á móti Barcelona en í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain sem tapaðist 2-0. United tryggði sig áfram með því að vinna seinni leikinn 3-1 í París. „Ef þeir mæta með jákvætt hugarfar þá geta þeir sett Barcelona liðið undir pressu. Við sáum það við og við í þessum fyrsta leik. United þarf bara eitt mark til að jafna einvígið og ég tel að þeir þurfi meira segja ekki að skora snemma í leiknum,“ sagði Dublin.Ole Gunnar Solskjaer still believes... #mufcpic.twitter.com/x8IVKoPaj3 — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„Svo lengi sem staðan helst 1-0 samanlagt þá verður United inn í einvíginu og halda alltaf voninni. Alveg eins og þeir gerðu í þessum seinni leik í síðustu umferð á móti Paris Saint Germain. Við sáum síðan hvað gerðist þar,“ saðgi Dublin. „United var allt of aðgerðalaust í byrjun leiksins á móti Barcelona. Þeirra upplegg var greinilega að leyfa Barcelona að vera með boltann og síðan að reyna að ná skyndisóknum. Ég býst aldrei við slíkri taktík á Old Trafford. Ég vil sjá United sýna að þetta sér þeirra heimavöllur og þar leyfi þeir engu liði að yfirspila sitt lið,“ sagði Dublin. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið hans Solskjær reyndi að gera eitthvað. Þá litu þeir vel út og tempóið var gott. Góðu kaflar United voru kannski bara í 20 til 25 mínútur af þessum 90 mínútum en þá var liði að pressa Barcelona hátt og koma mönnum inn í teig Barcelona,“ sagði Dublin. „Barcelona gerði einföldu hlutina mjög vel og sköpuðu fleiri færi. Liðið hans Ernesto Valverde átti sigurinn skilinn og þeir eru líklegri til að komast áfram í undanúrslitin,“ sagði Dublin en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira