Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:30 Cristiano Ronaldo skorar hér markið sitt á móti Ajax í gær. AP/Martin Meissner Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Sjá meira
Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Fleiri fréttir Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Sjá meira