Væntingunum verið stillt í hóf Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Frá E3 ráðstefnunni. Nordicphotos/AFP Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3 nálgast óðfluga og getgátur og vangaveltur um hvað stóru fyrirtækin ætli að kynna fara eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þessar vangaveltur hafa að miklu leyti verið um næstu kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur á hinni tiltölulega nýju Nintendo Switch. Langt er síðan núverandi kynslóð leikjatölva kom á markað. Playstation 4 frá Sony kom á markað í nóvember 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mánuði. Nintendo Wii U kom á markað ári fyrr en seldist ekki sem skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa út sína næstu leikjatölvu, Nintendo Switch, sem hefur selst einkar vel frá því hún kom á markað í mars 2017. Orðrómur um að Nintendo ætli að kynna ódýrari útgáfu af Switch á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki á rökum reistur. Í símtali með hluthöfum í vikunni blés Nintendo á þennan orðróm. Þá er vert að nefna að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið ætlaði ekki að halda stærðarinnar blaðamannafund á E3 líkt og venjulega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3 nálgast óðfluga og getgátur og vangaveltur um hvað stóru fyrirtækin ætli að kynna fara eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þessar vangaveltur hafa að miklu leyti verið um næstu kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur á hinni tiltölulega nýju Nintendo Switch. Langt er síðan núverandi kynslóð leikjatölva kom á markað. Playstation 4 frá Sony kom á markað í nóvember 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mánuði. Nintendo Wii U kom á markað ári fyrr en seldist ekki sem skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa út sína næstu leikjatölvu, Nintendo Switch, sem hefur selst einkar vel frá því hún kom á markað í mars 2017. Orðrómur um að Nintendo ætli að kynna ódýrari útgáfu af Switch á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki á rökum reistur. Í símtali með hluthöfum í vikunni blés Nintendo á þennan orðróm. Þá er vert að nefna að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið ætlaði ekki að halda stærðarinnar blaðamannafund á E3 líkt og venjulega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira