Upphitun: Ferrari mætir með uppfærðan bíl til Bakú Bragi Þórðarson skrifar 25. apríl 2019 22:00 Ferrari mætir með uppfærðan bíl frá því í kínverska kappakstrinum vísir/getty Fjórða umferðin í Formúlu 1 fer fram í höfuðborg Aserbaídsjan um helgina. Síðastliðin tvö ár hafa keppnirnar í Bakú verið þær allra skrautlegustu á tímabilinu. Í fyrra var það Lewis Hamilton sem fékk sigurinn á silfurfati á götum Bakú eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, sprengdi dekk á næstsíðasta hring. Fyrr í keppninni klesstu Red Bull bílarnir á hvorn annan og urðu þeir báðir frá að hverfa. Árið 2017 kom Daniel Ricciardo fyrstur á mark á sínum Red Bull. Annar varð Valtteri Bottas þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn heilum hring á eftir fyrsta sætinu í byrjun keppninnar. Það er því óhætt að segja að allt getur gerst í Aserbaídsjan. Mercedes með gott forskotRed Bull bílarnir skullu saman á Bakú brautinni í fyrraGettyTímabilið hefur byrjað vel fyrir Mercedes, liðið hefur klárað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Ferrari er nú 57 stigum á eftir þýska liðinu og Sebastian Vettel, aðal ökuþór liðsins, er 31 stigi á eftir Hamilton sem leiðir mót ökuþóra. „Við munum mæta með uppfærðan bíl til Bakú, þetta er fyrsta skrefið í þróunn SF90 bílsins,“ sagði Mattia Binotto, liðsstjóri Ferrari, fyrir keppnina í Aserbaídsjan. Götubrautin í Bakú ætti að henta Ferrari bílnum betur en brautin í Sjanghæ sem keppt var á fyrir tveimur vikum. Þá mun Honda einnig mæta með uppfærða vél fyrir Red Bull liðið. Max Verstappen hefur verið frábær á tímabilinu og gæti farið að berjast um titilinn með aukið afl úr Honda vélinni. Að sjálfsögðu verður sýnt frá keppninni á Stöð 2 Sport ásamt æfingum og tímatökum.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:27. apríl kl. 09:55 - Æfing 27. apríl kl. 12:50 - Tímataka 28. apríl kl. 11:50 - Keppni Formúla Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Fjórða umferðin í Formúlu 1 fer fram í höfuðborg Aserbaídsjan um helgina. Síðastliðin tvö ár hafa keppnirnar í Bakú verið þær allra skrautlegustu á tímabilinu. Í fyrra var það Lewis Hamilton sem fékk sigurinn á silfurfati á götum Bakú eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, sprengdi dekk á næstsíðasta hring. Fyrr í keppninni klesstu Red Bull bílarnir á hvorn annan og urðu þeir báðir frá að hverfa. Árið 2017 kom Daniel Ricciardo fyrstur á mark á sínum Red Bull. Annar varð Valtteri Bottas þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn heilum hring á eftir fyrsta sætinu í byrjun keppninnar. Það er því óhætt að segja að allt getur gerst í Aserbaídsjan. Mercedes með gott forskotRed Bull bílarnir skullu saman á Bakú brautinni í fyrraGettyTímabilið hefur byrjað vel fyrir Mercedes, liðið hefur klárað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Ferrari er nú 57 stigum á eftir þýska liðinu og Sebastian Vettel, aðal ökuþór liðsins, er 31 stigi á eftir Hamilton sem leiðir mót ökuþóra. „Við munum mæta með uppfærðan bíl til Bakú, þetta er fyrsta skrefið í þróunn SF90 bílsins,“ sagði Mattia Binotto, liðsstjóri Ferrari, fyrir keppnina í Aserbaídsjan. Götubrautin í Bakú ætti að henta Ferrari bílnum betur en brautin í Sjanghæ sem keppt var á fyrir tveimur vikum. Þá mun Honda einnig mæta með uppfærða vél fyrir Red Bull liðið. Max Verstappen hefur verið frábær á tímabilinu og gæti farið að berjast um titilinn með aukið afl úr Honda vélinni. Að sjálfsögðu verður sýnt frá keppninni á Stöð 2 Sport ásamt æfingum og tímatökum.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:27. apríl kl. 09:55 - Æfing 27. apríl kl. 12:50 - Tímataka 28. apríl kl. 11:50 - Keppni
Formúla Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira