Utanríkisráðherra gerir lítið úr uppreisninni Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 15:44 Mótmælendur í átökum við öryggissveitir Nicolas Maduro. AP/Fernando Llano Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. Hann segir að uppreisnin verði fljótt kveðin niður og segir að Bandaríkin hafi líklega mútað verði til að sleppa Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014, úr haldi. López segir hermenn hafa sleppt sér og Arreaza færði engar sannanir fyrir máli sínu.Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir uppreisn hermannanna og hefur kallað eftir því að fleiri hermenn gangi til liðs við þá. Guaidó lýsti því yfir í morgun að um lokaáfangann í áætlun hans að koma Maduro frá völdum væri um að ræða.Sjá einnig: Guaidó fer fyrir uppreisn hersinsAP fréttaveitan segir þúsundir stuðningsmanna Guaidó hafa komið saman í Caracas, höfuðborg Venesúela. Arreaza segir þó að þeim muni ekki takast að komast á milli Maduro og hersins. Maduro segist hafa rætt við hershöfðingja sína í dag og þeir hafi fullvisst hann um að herinn væri hliðhollur honum. Engar vísbendingar eru um að meirihluti hermanna hafi gengið til liðs við Guaídó.#Venezuela : soldiers at Plaza Altamira in #Caracas hugging their families after defecting from the regime (via @NTN24ve). #30Abr#OperacionLibertadpic.twitter.com/zw3zdW6hmn — Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 30, 2019Blaðamenn Reuters segja líklegt að ef þetta nýjasta útspil Guaidó misheppnist verði það túlkað á þann veg að hann hafi ekki þann stuðning sem hann segist hafa. Það gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro, sem hefur þegar svipt Guaidó friðhelgi og opnað fjölmargar rannsóknir gegn honum, handtaki hann.Ekki náð miklum árangri með herinn Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs. Venesúela Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Jorge Arreaza, utanríkisráðherra Venesúela, gerir lítið úr því að hópur hermanna hafi lýst sig í uppreisn gegn Nicolas Maduro, forseta landsins. Hann segir að uppreisnin verði fljótt kveðin niður og segir að Bandaríkin hafi líklega mútað verði til að sleppa Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014, úr haldi. López segir hermenn hafa sleppt sér og Arreaza færði engar sannanir fyrir máli sínu.Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir uppreisn hermannanna og hefur kallað eftir því að fleiri hermenn gangi til liðs við þá. Guaidó lýsti því yfir í morgun að um lokaáfangann í áætlun hans að koma Maduro frá völdum væri um að ræða.Sjá einnig: Guaidó fer fyrir uppreisn hersinsAP fréttaveitan segir þúsundir stuðningsmanna Guaidó hafa komið saman í Caracas, höfuðborg Venesúela. Arreaza segir þó að þeim muni ekki takast að komast á milli Maduro og hersins. Maduro segist hafa rætt við hershöfðingja sína í dag og þeir hafi fullvisst hann um að herinn væri hliðhollur honum. Engar vísbendingar eru um að meirihluti hermanna hafi gengið til liðs við Guaídó.#Venezuela : soldiers at Plaza Altamira in #Caracas hugging their families after defecting from the regime (via @NTN24ve). #30Abr#OperacionLibertadpic.twitter.com/zw3zdW6hmn — Thomas van Linge (@ThomasVLinge) April 30, 2019Blaðamenn Reuters segja líklegt að ef þetta nýjasta útspil Guaidó misheppnist verði það túlkað á þann veg að hann hafi ekki þann stuðning sem hann segist hafa. Það gæti leitt til þess að ríkisstjórn Maduro, sem hefur þegar svipt Guaidó friðhelgi og opnað fjölmargar rannsóknir gegn honum, handtaki hann.Ekki náð miklum árangri með herinn Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Maduro sór embættiseið í síðasta mánuði. Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Hann sór embættiseið í byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs.
Venesúela Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira