Sex hundruð milljónir til skiptanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2019 06:00 Jón Magnússon verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar heitins fagnaði sýknudómi með aðstandenum Tryggva í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Sex hundruð milljónir eru til skiptanna á milli þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti síðastliðið haust, í þeim viðræðum um bætur sem nú standa yfir milli hinna sýknuðu og aðstandenda þeirra annars vegar og setts ríkislögmanns fyrir hönd ríkisins hins vegar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Upphaflega hafi potturinn numið 400 milljónum en hann hefur verið hækkaður til að liðka fyrir því að samningar náist. Samkvæmt heimildum blaðsins miðast viðræðurnar við að fyrrnefndri fjárhæð verði skipt milli hinna sýknuðu eftir lengd gæsluvarðhalds og afplánunar óháð því hvort viðkomandi er enn á lífi en í tilviki þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar rynnu bætur til erfingja þeirra. Þeir fimm menn sem sýknaðir voru síðastliðið haust voru frelsissviptir í samtals 9.942 daga. Framangreind fjárhæð myndi þýða um það bil 60 þúsund krónur fyrir hvern dag, ef miðað er eingöngu við lengd frelsissviptingar við skiptingu hennar milli hinna sýknuðu. Þær bætur sem fjórmenningum sem sátu í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði vegna Geirfinnsmálsins voru dæmdar á níunda áratugnum voru umtalsvert hærri og námu nokkrum hundruðum þúsunda fyrir hvern dag bak við lás og slá. Takist samningar þarf að setja sérstök lög um sáttina en lagt er upp með að um skattfrjálsar miskabætur yrði að ræða. Samkvæmt heimildum blaðsins er lagt upp með að með sáttum myndi málinu ljúka og hinir sýknuðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frekari bætur til dómstóla. Sá munur er á réttarstöðu hinna sýknuðu að þeir sem enn eru á lífi eiga hlutlægan skaðabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála fyrir frelsissviptingu að ósekju. Þeir geta því freistað þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í stað þess að ná samningum utan dómstóla. Bótaréttur þessi erfist hins vegar ekki. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Sex hundruð milljónir eru til skiptanna á milli þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti síðastliðið haust, í þeim viðræðum um bætur sem nú standa yfir milli hinna sýknuðu og aðstandenda þeirra annars vegar og setts ríkislögmanns fyrir hönd ríkisins hins vegar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Upphaflega hafi potturinn numið 400 milljónum en hann hefur verið hækkaður til að liðka fyrir því að samningar náist. Samkvæmt heimildum blaðsins miðast viðræðurnar við að fyrrnefndri fjárhæð verði skipt milli hinna sýknuðu eftir lengd gæsluvarðhalds og afplánunar óháð því hvort viðkomandi er enn á lífi en í tilviki þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar rynnu bætur til erfingja þeirra. Þeir fimm menn sem sýknaðir voru síðastliðið haust voru frelsissviptir í samtals 9.942 daga. Framangreind fjárhæð myndi þýða um það bil 60 þúsund krónur fyrir hvern dag, ef miðað er eingöngu við lengd frelsissviptingar við skiptingu hennar milli hinna sýknuðu. Þær bætur sem fjórmenningum sem sátu í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði vegna Geirfinnsmálsins voru dæmdar á níunda áratugnum voru umtalsvert hærri og námu nokkrum hundruðum þúsunda fyrir hvern dag bak við lás og slá. Takist samningar þarf að setja sérstök lög um sáttina en lagt er upp með að um skattfrjálsar miskabætur yrði að ræða. Samkvæmt heimildum blaðsins er lagt upp með að með sáttum myndi málinu ljúka og hinir sýknuðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frekari bætur til dómstóla. Sá munur er á réttarstöðu hinna sýknuðu að þeir sem enn eru á lífi eiga hlutlægan skaðabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála fyrir frelsissviptingu að ósekju. Þeir geta því freistað þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í stað þess að ná samningum utan dómstóla. Bótaréttur þessi erfist hins vegar ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45