Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2019 07:57 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku. Alþingi Þungunarrof Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku.
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira