171 hús enn í snjóflóðahættu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:13 Ofanflóðasjóður var stofnaður eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Vísir/GVA Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir." Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir."
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira