Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2019 19:45 Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira