Mohamed Salah fékk slæmt höfuðhögg í leiknum á móti Newcastle um helgina og nú er komið í ljós að hann getur ekki spilað leikinn á móti Barcelona á Anfield á morgun.
Jürgen Klopp staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir leikinn. Roberto Firmino verður heldur ekki með Liverpool liðinu í þessum leik en hann missti líka af leiknum á móti Newcastle og byrjaði á bekknum í fyrri leiknum við Barcelona.
Jurgen Klopp confirms Mohamed Salah is out of Liverpool's Champions League semi-final second leg against Barcelona https://t.co/k80QSYoTal
— Telegraph Football (@TeleFootball) May 6, 2019
Mohamed Salah lenti í samstuði við Martin Dubravka, markvörð Newcastle. Egyptinn stóð ekki aftur upp og var á endanum borinn út af vellinum á börum.
Divock Origi kom inn á fyrir Mohamed Salah og tryggði síðan Liverpool 3-2 sigur undir lok leiksins. Salah hafði áður skorað sitt 22. deildarmark á leiktíðinni.
Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og Liverpool þarf því að vinna 4-0 annað kvöld til komast í úrslitaleikinn.
Bad news for Liverpool fans. Mohamed Salah is out of the #UCL match with Barcelona.
More: https://t.co/WgOhVDn8djpic.twitter.com/ILIttXuSSP
— BBC Sport (@BBCSport) May 6, 2019
X