Roberto Firmino verður ekki með í seinni leik Liverpool og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Óvíst er með þátttöku Mohamed Salah í leiknum.
Salah var borinn af leikvelli í Newcastle í gær eftir að hafa fengið höfuðhögg í 3-2 sigri Liverpool. Jurgen Klopp sagði of snemmt að segja til um hvort hann yrði klár í leikinn við Barcelona.
„Hann fékk mjöðmina á markverðinum í höfuðið. Læknirinn þurfti að taka ákvörðun, af eða á, og hann sagði af. Við tókum því að sjálfsögðu,“ sagði Klopp eftir leikinn í Newcastle.
„Þegar við komum inn í búningsklefa sat hann og horfði á leikinn í sjónvarpi. Svo hann var fínn þá, en við verðum að sjálfsögðu að bíða og sjá.“
Roberto Firmino var á varamannabekknum á Nou Camp í vikunni en kom inn á í seinni hálfleik. Hann var ekki í leikmannahóp Liverpool gegn Newcastle í gær.
„Hann verður ekki tilbúinn á þriðjudaginn. Við þurfum að sjá til með restina,“ sagði Klopp um Firmino. Lokaleikur Liverpool í úrvalsdeildinni er gegn Úlfunum um næstu helgi.
Nái Liverpool að snúa við 3-0 forystu Barcelona mun liðið spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní.
Firmino ekki með gegn Barcelona │Óvíst með Salah
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn