Ráðherra stóðst prófið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:00 Frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar Hertz við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Vísir/Elín Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira