Sambýliskona Gísla þakklát fyrir allan stuðninginn Birgir Olgeirsson skrifar 1. maí 2019 20:15 Gísli Þór Þórarinsson. Aðsend/Heiða Þórðar Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01
Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?