„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 19:45 Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí. Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí.
Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira