Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 11:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira