Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2019 17:31 Sr. Ólafur var leystur úr embætti tímabundið í byrjun desember. Sú brottvísun var metin ólögmæt en þó er ljóst að Ólafur gerðist sekur um siðabrot gagnvart tveimur konum. Fréttablaðið/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00