Klæðist stórum fötum svo fólk geti ekki haft skoðanir á líkama hennar Sylvía Hall skrifar 12. maí 2019 17:49 Billie Eilish er aðeins sautján ára gömul en er á meðal þekktustu tónlistarmanna í bransanum í dag. Vísir/Getty Ungstirnið Billie Eilish er ein þeirra sem taka þátt í nýjustu herferð tískurisans Calvin Klein og hefur auglýsing hennar vakið mikla athygli fyrir þær sakir að hún opnar sig í fyrsta sinn um fataval sitt. Eilish, sem er aðeins sautján ára gömul, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðasta árið. Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vísir/GettyÁstæðan hefur vakið mikið umtal og ristir dýpra en margir gerðu sér grein fyrir og endurspeglar upplifun hennar af því að vera ung kona í sviðsljósinu.damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv — (@donewithfaking) May 9, 2019 „Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni. „Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“ Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Ungstirnið Billie Eilish er ein þeirra sem taka þátt í nýjustu herferð tískurisans Calvin Klein og hefur auglýsing hennar vakið mikla athygli fyrir þær sakir að hún opnar sig í fyrsta sinn um fataval sitt. Eilish, sem er aðeins sautján ára gömul, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðasta árið. Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vísir/GettyÁstæðan hefur vakið mikið umtal og ristir dýpra en margir gerðu sér grein fyrir og endurspeglar upplifun hennar af því að vera ung kona í sviðsljósinu.damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv — (@donewithfaking) May 9, 2019 „Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni. „Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira