Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 18:45 Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar. Stjórnarskrá Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar.
Stjórnarskrá Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira