Vika í árshátíð SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2019 11:00 Árshátið SVFR fer fram eftir viku. Mynd: SVFR Nú er bara rétt rúm vika í árshátíð SVFR 2019 og fer hver að verða síðastur í að næla sér í miða. Það eru meira en 10 ár SVFR hélt síðast árshátíð en þessar veislur voru um tíma þeir glæsilegustu í bænum og fjölmenntu veiðimenn á þær á hverju ári. Það eru því líklega margir sem fagna því að það sé nú blásið í hátið á nýjan leik. Samhliða árshátíðinni verður 80 ára afmæli félagsins verður á föstudeginum 17. maí en þann dag verður afmælishátíð í Elliðaárdalnum. Laugardaginn 18. maí verður sjálf árshátíð félagsins. Salurinn opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00 og dansiball með Ingó og Veðurguðunum hefst svo klukkan 22:30.Eins og einhverjir hafa bent á þá er þetta Eurovision kvöld, en örvæntið ekki, það verður sýnt beint frá keppninni í hliðarsal Súlnasals, og því er hægt að fylgjast með framvindu keppninnar þegar líður á kvöldið. Eins ber að nefna að það er engin skylda að mæta kjól eða smóking, bara snyrtilegur klæðnaður eins og hefðbundinni árshátíð. Hægt er að kaupa miða á árshátíðina beint í vefsölu SVFR, en einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og kaupa miða. Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði
Nú er bara rétt rúm vika í árshátíð SVFR 2019 og fer hver að verða síðastur í að næla sér í miða. Það eru meira en 10 ár SVFR hélt síðast árshátíð en þessar veislur voru um tíma þeir glæsilegustu í bænum og fjölmenntu veiðimenn á þær á hverju ári. Það eru því líklega margir sem fagna því að það sé nú blásið í hátið á nýjan leik. Samhliða árshátíðinni verður 80 ára afmæli félagsins verður á föstudeginum 17. maí en þann dag verður afmælishátíð í Elliðaárdalnum. Laugardaginn 18. maí verður sjálf árshátíð félagsins. Salurinn opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00 og dansiball með Ingó og Veðurguðunum hefst svo klukkan 22:30.Eins og einhverjir hafa bent á þá er þetta Eurovision kvöld, en örvæntið ekki, það verður sýnt beint frá keppninni í hliðarsal Súlnasals, og því er hægt að fylgjast með framvindu keppninnar þegar líður á kvöldið. Eins ber að nefna að það er engin skylda að mæta kjól eða smóking, bara snyrtilegur klæðnaður eins og hefðbundinni árshátíð. Hægt er að kaupa miða á árshátíðina beint í vefsölu SVFR, en einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og kaupa miða.
Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Veiði