Menning

Beita búlgörskum söngstíl

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Barbörukórinn flytur lög úr ýmsum áttum, jafnvel eftir Jón Múla.
Barbörukórinn flytur lög úr ýmsum áttum, jafnvel eftir Jón Múla. Mynd/Olga Björt Þórðardóttir
Sagan segir að ung stúlka frá Hafnarfirði hafi verið kosin ungfrú Reykjavík og þá voru nú Hafnfirðingar stoltir. Hún heldur á vit ævintýranna og uppgötvar að heimurinn er uppfullur af góðu fólki, ást upphyggju og gleði.“ Þannig hefst frásögnin sem Barbörukórinn ætlar síðan að fylgja í söngdagskrá sinni í Hafnarfjarðarkirkju síðdegis í dag, að sögn Þórunnar Völu Valdimarsdóttur, talsmanns kórsins.

Hún bætir því við að leið ungu stúlkunnar hafi legið til Austur-Evrópu, eftir ástarævintýri í Englandi og þar hafi hún kynnst búlgörskum söngkonum. „Til að undirbúa þessa tónleika fengum við meðal annars námskeið í austur-evrópskum söngstíl hjá svissneskri kórstýru og annarri tyrkneskri,“ lýsir hún og segir Hörpu Arnardóttur leikkonu einnig leggja kórnum lið í að leiða tónleikagesti á vit ævintýranna.

Það er Hilmar Örn Agnarsson sem stjórnar Barbörukórnum nú á vor í fjarveru Guðmundar Sigurðssonar, organista Hafnarfjarðarkirkju, sem stofnaði hann vorið 2007 ásamt nokkrum lærðum söngvurum. Kórinn kennir sig við heilaga Barböru en stytta af dýrðlingnum fannst árið 1950 í Kapelluhrauni í Hafnarfirði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.