Rihanna stofnar nýtt tískuhús Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 10. maí 2019 21:01 Rihanna á afmælishátíð Fenty Beauty. Getty/Caroline McCredie Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018. Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018.
Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira