Gífurleg fjölgun á slysum vegna fíkniefnaaksturs Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 07:15 Í fyrra urðu 868 slys á fólki í umferðinni, þar af fimmtán banaslys. Fréttablaðið/Anton Brink Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti innihaldið á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkniefnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunaraksturs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akstursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Líkurnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefnaaksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefnaneyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefnaakstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti innihaldið á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkniefnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunaraksturs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akstursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Líkurnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefnaaksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefnaneyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefnaakstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira