Helga Vala um EES-samstarfið: Getum ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:45 Helga Vala Helgadóttir er þingkona Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm „Getum við vænst virðingar ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum hið sama,“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Fjallaði hún þar um fullveldið og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Án þess að tiltaka nákvæm dæmi setti Helga Vala út á hvernig rætt er um alþjóðasamstarf hér á landi og gagnaðila Íslendinga. Má leiða líkur að því að þingmaðurinn hafi þarna verið að setja út á orðræðu Miðflokksmanna og fleiri um þriðja orkupakkann og EES-samstarfið.Fúyrðaflaumur og vandlætingar Helga Vala sagði að EES-samstarfið hafi án nokkurs vafa aukið hagsæld á Íslandi. Ekki væri úr vegi að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til þess af alvöru hvað fælist í fullri aðild að því þjóðarbandalagi sem Evrópusambandið væri. „En þegar við erum í viðlíka samstarfi, þá getum við einfaldlega ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar. Hvers virði er slík samvinna ef samstarfsaðilinn byrjar að atyrða mann um leið og hann snýr sér við?“ Áfram hélt Helga Vala og spurði hvaða skilaboð það væru til íslensks almennings mæta prúðbúin á fundi um allan heim, heimsækja erlend fyrirmenni, bjóða þeim til fundar við okkur hér á landi, en þegar komi að skuldbindingum íslenska ríkisins innanlands sem erlendis þá hefjist hér fúkyrðaflaumur og vandlætingar um það hvað þetta sé allt ömurlegt og ekki til neins gagns. „Hvaða trúverðugleiki er í slíku samstarfi og hvaða sjálfsvirðing? Til hvers að mæta til alþjóðasamstarfs ef við stöndum ekki með því? Er það dæmi um fullvalda ríki sem gengur til samstarfs af fúsum og frjálsum vilja? Samninga skal halda, um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstarfi áfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga að vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu ríkisins hvort tveggja heimavið sem og á alþjóðavettvangi, að slíta samvinnu ellegar standa með henni og taka þátt. Við þurfum ekki að óttast ef við af heilindum tökum þátt í samstarfinu,“ sagði Helga Vala. Alþingi Evrópusambandið Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Getum við vænst virðingar ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum hið sama,“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Fjallaði hún þar um fullveldið og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Án þess að tiltaka nákvæm dæmi setti Helga Vala út á hvernig rætt er um alþjóðasamstarf hér á landi og gagnaðila Íslendinga. Má leiða líkur að því að þingmaðurinn hafi þarna verið að setja út á orðræðu Miðflokksmanna og fleiri um þriðja orkupakkann og EES-samstarfið.Fúyrðaflaumur og vandlætingar Helga Vala sagði að EES-samstarfið hafi án nokkurs vafa aukið hagsæld á Íslandi. Ekki væri úr vegi að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til þess af alvöru hvað fælist í fullri aðild að því þjóðarbandalagi sem Evrópusambandið væri. „En þegar við erum í viðlíka samstarfi, þá getum við einfaldlega ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar. Hvers virði er slík samvinna ef samstarfsaðilinn byrjar að atyrða mann um leið og hann snýr sér við?“ Áfram hélt Helga Vala og spurði hvaða skilaboð það væru til íslensks almennings mæta prúðbúin á fundi um allan heim, heimsækja erlend fyrirmenni, bjóða þeim til fundar við okkur hér á landi, en þegar komi að skuldbindingum íslenska ríkisins innanlands sem erlendis þá hefjist hér fúkyrðaflaumur og vandlætingar um það hvað þetta sé allt ömurlegt og ekki til neins gagns. „Hvaða trúverðugleiki er í slíku samstarfi og hvaða sjálfsvirðing? Til hvers að mæta til alþjóðasamstarfs ef við stöndum ekki með því? Er það dæmi um fullvalda ríki sem gengur til samstarfs af fúsum og frjálsum vilja? Samninga skal halda, um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstarfi áfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga að vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu ríkisins hvort tveggja heimavið sem og á alþjóðavettvangi, að slíta samvinnu ellegar standa með henni og taka þátt. Við þurfum ekki að óttast ef við af heilindum tökum þátt í samstarfinu,“ sagði Helga Vala.
Alþingi Evrópusambandið Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira