Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. Í hópnum sitja fulltrúar dómsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan nokkurra mánaða. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir að samráðshópurinn muni vinna tillögur varðandi það hvernig bregðast megi við stöðunni. „Það skiptir líka máli að halda því til haga að Ísland er eitt öruggasta ríki í heimi til að búa í þannig að þrátt fyrir að skýrslan sé svört og það kallar auðvitað á viðbrögð þá þarf samt að horfa á þetta í því samhengi og til viðbótar þarf líka að horfa til þess að við höfum auðvitað verið í miklum aðgerðum innan dómsmálaráðuneytisins undanfarin misseri,“ segir Þórdís. Þórdís segir að þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða til að mæta skipulagðri brotastarfsemi en umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á löggjöf, stjórnsýslueftirliti, greiningum og sakamálarannsóknum vegna gruns um peningaþvætti. Þá hefur landamæraeftirlit þegar verið eflt með fjölgun landamæravarða og upplýsingatækni til að auka öryggi landamæra. Auk þess var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veittar 80 milljónir króna til að efla löggæslu vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Ég lít svo á að þessi greiningardeild skipti verulegu máli til þess að fylgjast með þessari stöðu. En við þurfum þá líka að vera tilbúin til þess að bregðast við til þess að geta lagað það sem þarna er kallað eftir sem er aðallega það að það sé meiri mannafli til að fara í þessa frumkvæðisathuganir af því að mannaflinn er mikið í því að rannsaka mál sem koma upp,“ segir ráðherra. Dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi sem mun auðvelda mjög upplýsingaskipti milli stofnana í löggæslutilgangi. Ráðherra kynnti á dögunum áherslur stjórnvalda gegn mansali sem nú er verið að hrinda í framkvæmd ásamt nýrri löggæsluáætlun sem miðar að því að byggja upp og efla alla löggæslu í landinu á faglegan og gagnsæjan hátt. „Það var auðvitað skorið niður verulega eftir hrun og við höfum, líka til að halda því til haga, lagt verulega fjármuni í löggæslumál undanfarin ár. En það er alveg rétt að það er skoðun allra sem að málum koma að það þurfi frekari fjármuni. Af því að við erum sammála um að það er frumskylda ríkisins að tryggja öryggi borgara og löggæsla nægilega fjármögnuð að þá er kannski kominn tími til að hugsa um í hvað eru peningarnir að fara og þurfum við kannski sem samfélag sem setur þúsund milljarða í fjárlög að forgangsraða enn frekar í þau verkefni sem eru raunverulega grunnhlutverk ríkisins að sinna,“ segir Þórdís. Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, vegna skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi
Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent