Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Pétur Pétursson, Álftagerðisbróðir. „Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
„Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira