Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Snjóframleiðsla í Bláfjöllum mun fjölga opnunardögum og áætlað er að heildaraðsókn aukist um 50 prósent. Aukin bílaumferð eykur líkur á slysum og skapar þar með ógn við vatnsvernd. Fréttablaðið/Anton Brink Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira