Sænskar landsliðskonur í fótbolta mæta samningslausar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 19:30 Sofia Jakobsson. Getty/Maddie Meyer Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Tveir af lykilmönnunum í liði Svía á heimsmeistaramótinu í Frakklandi mæta á mótið án þess að vera með samning fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir eru Sofia Jakobsson og Linda Sembrant sem báðar hafa verið lykilmenn hjá Montpellier og sænska landsliðinu. Nú mun frammistaða þeirra á heimsmeistaramótinu skipta miklu máli upp á að vekja áhuga félaga á þeim fyrir næsta tímabil. Sofia Jakobsson er 29 ára gömul, spilar sem framherji og lék í apríl síðastliðnum sinn hundraðasta landsleik á ferlinum. Jakobsson var að klára sitt fimmta tímabil með franska liðinu Montpellier og var með 5 mörk í 22 leikjum. Sofia Jakobsson rann út á samningi eftir tímabilið og hefur ekki tekið neina ákvörðun með framhaldið hjá sér. „Ég veit ekkert hvort ég skrifi undir eitthvað fyrir HM, á meðan HM stendur eða eftir HM,“ sagði Sofia Jakobsson við Expressen. „Mér hefur liðið mjög vel í bænum og kann vel við liðsfélagana. Ég vil kannski prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti,“ sagði Jakobsson. Það eru augljóslega einhverjar áherslubreytingar hjá Montpellier því liðsfélagi Sofia Jakobsson hjá félaginu, Linda Sembrant, fékk ekki nýjan samning. Linda Sembrant er þremur árum eldri og varnarmaður. Saman hafa þær spilað með franska félaginu frá 2014. Sofia hefur ekki alveg lokað á möguleikann á að snúa aftur til Montpellier en Linda Sembrant hefur endanlega lokað þeim dyrum. „Ég get ekki nefnt nein ákveðin félög sem hafa áhuga en þau eru ekki frá sama landi. Ég er ekki stressuð yfir þessu og hef engar áhyggjur af framtíðinni. Þetta mun bara taka þann sína sem þetta þarf,“ sagði Sofia Jakobsson. „Ég vil spila áfram í toppdeild og spila með góðum leikmönnum. Félagið verður að vera með sömu háu markmið og ég,“ sagði Jakobsson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira