Bjössi: Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu Guðlaugur Valgeirsson skrifar 26. maí 2019 21:44 Ólafur Jóhannesson lét Sigurbjörn Hreiðarsson sjá um viðtölin í kvöld vísir/vilhelm Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik en hann var svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu góðir. „Við vorum bara ekki nógu góðir, svo einfalt er það. Þeir vildu þetta bara meira en við og náðu þessu marki en við reyndum skorum 2 mörk sem voru tekin af okkur sem voru lögleg og það er alveg ljóst á þessu Íslandsmóti að það skiptir máli að skora fyrsta markið í þessum leikjum.” „Það skilur á milli í þessu. Ef þú kemst yfir þá getur verið erfitt að koma til baka. Við gerðum ekki nóg.” Miðað við endursýningar voru þetta rangar dómar í báðum þessum mörkum sem Valur skoraði í fyrri hálfleik, Bjössi sagði að það væri því miður ekkert hægt að gera í því núna. „Það er ekkert hægt að breyta því núna en auðvitað er það svekkjandi en það er bara eins og það er. Þetta er fúlt, sérstaklega að tapa og við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að spila nógu vel.” Hann var klár á því að Valsmenn hefðu átt að fá víti þegar Andri Adolphsson fór niður í teig Blika. „Það var víti, alveg klárt. En við fengum á okkur mark hérna sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Dómararnir eru mismunandi, það er bara eins og það er en það er mjög stórt að það sé tekið af okkur 2 mörk. Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og gera betur.” Hann var svekktur yfir markinu sem þeir fengu á sig og sagði að þeir verði að gera betur í varnarleiknum í svona stöðu. „Ég þarf að skoða það aftur en auðvitað er maður svekktur yfir því að fá á sig svona mark, það segir sig sjálft og að tapa með því marki er leiðinlegt. Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.” Bjössi viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af stöðu mála og að Valur væri bara í fallbaráttu eins og staðan er í dag. „Við erum bara í fallbaráttu eins og staðan er núna. Það er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við og díla við. Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu og við þurfum að bíta í skjaldarendur og gera betur. Vippa aðeins kassanum út og spila betur.” Valur fær núna vikufrí fyrir næsta deildarleik en þeir mæta Stjörnunni næstkomandi sunnudag. Bjössi sagðist þó ekki þiggja vikufrí því hann vilji helst spila aftur á eftir. „Ég væri til í að spila á eftir, næsta leik. Það er ömurlegt að bíða í viku eftir næsta leik en það er eins og það er. Við þurfum bara að nota þessa viku og gera þetta eins og menn. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er bara staðan og við verðum að fara gera hlutina betur,” sagði Sigurbjörn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik en hann var svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Hann sagði sína menn ekki hafa verið nógu góðir. „Við vorum bara ekki nógu góðir, svo einfalt er það. Þeir vildu þetta bara meira en við og náðu þessu marki en við reyndum skorum 2 mörk sem voru tekin af okkur sem voru lögleg og það er alveg ljóst á þessu Íslandsmóti að það skiptir máli að skora fyrsta markið í þessum leikjum.” „Það skilur á milli í þessu. Ef þú kemst yfir þá getur verið erfitt að koma til baka. Við gerðum ekki nóg.” Miðað við endursýningar voru þetta rangar dómar í báðum þessum mörkum sem Valur skoraði í fyrri hálfleik, Bjössi sagði að það væri því miður ekkert hægt að gera í því núna. „Það er ekkert hægt að breyta því núna en auðvitað er það svekkjandi en það er bara eins og það er. Þetta er fúlt, sérstaklega að tapa og við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að spila nógu vel.” Hann var klár á því að Valsmenn hefðu átt að fá víti þegar Andri Adolphsson fór niður í teig Blika. „Það var víti, alveg klárt. En við fengum á okkur mark hérna sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Dómararnir eru mismunandi, það er bara eins og það er en það er mjög stórt að það sé tekið af okkur 2 mörk. Við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og gera betur.” Hann var svekktur yfir markinu sem þeir fengu á sig og sagði að þeir verði að gera betur í varnarleiknum í svona stöðu. „Ég þarf að skoða það aftur en auðvitað er maður svekktur yfir því að fá á sig svona mark, það segir sig sjálft og að tapa með því marki er leiðinlegt. Við vorum bara ekki nógu góðir í kvöld.” Bjössi viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af stöðu mála og að Valur væri bara í fallbaráttu eins og staðan er í dag. „Við erum bara í fallbaráttu eins og staðan er núna. Það er bara eitthvað sem við þurfum að glíma við og díla við. Partýið er annars staðar en hérna í augnablikinu og við þurfum að bíta í skjaldarendur og gera betur. Vippa aðeins kassanum út og spila betur.” Valur fær núna vikufrí fyrir næsta deildarleik en þeir mæta Stjörnunni næstkomandi sunnudag. Bjössi sagðist þó ekki þiggja vikufrí því hann vilji helst spila aftur á eftir. „Ég væri til í að spila á eftir, næsta leik. Það er ömurlegt að bíða í viku eftir næsta leik en það er eins og það er. Við þurfum bara að nota þessa viku og gera þetta eins og menn. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, svona er bara staðan og við verðum að fara gera hlutina betur,” sagði Sigurbjörn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Leik lokið: Valur 0-1 Breiðablik | Vandræði Valsara halda áfram Hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturum Vals og þeir töpuðu enn einum leiknum þegar Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. 26. maí 2019 22:00