Rúnar um mál Björgvins: "Mér finnst þetta fáránleg umræða“ Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 25. maí 2019 21:03 Rúnar Kristinsson er þjálfari KR. vísir/ernir KR vann Víking 1-0 í kvöld Pepsi Max deild karla. Rúnar var ánægður með sigurinn en hefði viljað sjá sína menn spila boltanum meira á köflum. Rúnar baðst einnig afsökunar fyrir hönd félagsins á umdeildri lýsingu Björgvins Stefánssonar á leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla. „Við unnum leikinn og ég er ánægður með það. Við hefðum alveg getað spilað betur út úr þessu, sérstaklega í síðari hálfleik,” sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um frammistöðuna í leiknum. Víkingar voru heilt yfir meira með boltann í leiknum og KR komust ekki í mikið af góðum færum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vantaði nokkrum sinnum bara herslumuninn uppá hjá þeim í sókninni. „Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi, Víkingar voru meira með boltann og eru mjög vel spilandi. Gaman að fylgjast með þeim en við eigum bara að refsa þeim í síðari hálfleik og skora fleiri mörk. Við fáum fullt af fínum möguleikum í skyndisóknum til að refsa þeim sem við gerum ekki. Þetta er búið að vera smá vandamál hjá okkur undanfarið sem við þurfum að laga.” Í seinni hálfleik voru KR mikið að verjast aftarlega á vellinum og leyfðu Víkingum að vera með boltann. „Planið í hálfleik var bara að leyfa þeim að hafa boltann og leggjast aðeins niður og beita skyndisóknum. Mér fannst það heppnast mjög vel, þeir náðu ekkert að skapa og ekkert að opna okkur. Þeir voru aðallega að reyna langa bolta inn í teiginn og þeir náðu kannski að spila sig út úr fyrstu pressunni okkar en það var aldrei hætta.” „Kennie er búinn að vera mjög góður í hægri bakvarðarstöðunni. Hann er með ágætis aðstoð líka frá Pálma í fyrri hálfleik og síðan Atla í síðari hálfleik. Við erum bara ánægðir með hans frammistöðuna, sérstaklega er hann ógnandi sóknarlega og hjálpar okkur þar líka,” sagði Rúnar um Kennie Chopart sem átti stórleik úr bakvarðarstöðunni í kvöld. Í uppbótartíma sparkaði Finnur Orri Margeirsson leikmaður KR boltanum útaf og vildi fá aðhlynningu. Hann gleymdi hinsvegar að leggjast niður svo Víkingar brunuðu bara í sókn, þetta hefðu getað verið dýrkeypt mistök fyrir KR en þeir sluppu með skrekkinn. „Finnur gerir mistök í að setja boltann bara útaf, maður verður að leggjast niður líka. Það þýðir ekkert að sparka boltanum útaf og standa síðan bara. Þetta er bara klaufaskapur hjá okkur og honum. Þetta er ekkert sem á eftir að draga einhvern dilk á eftir sér. Þetta var bara klaufaskapur hjá okkur og við vorum bara heppnir að þeir refsuðu okkur ekki.” Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkinga fékk rautt spjald á 76. mínútu eftir að hafa gert eitthvað af sér í baráttu í teignum. Það sáu ekki margir hvað gerðist en þetta atvikaðist þegar boltinn var ekki nálægt og þar af leiðandi voru flestir að horfa annað. „Því miður þá sá ég það ekki og hef ekki haft tækifæri til að ræða við mína menn um það hvernig það atvikaðist. Hvort það hafi verið rétt eða rangt en dómarinn fer nú ekki að lyfta rauðu spjaldi án þess að hafa séð eitthvað.” Sóknarleikur KR var á köflum í leiknum óáhugaverður en það voru ekki margir leikmenn KR sem þorðu að spila boltanum mikið gegn hápressu Víkinga. „Við þurftum kannski að vera aðeins rólegri á boltanum. Þora að halda boltanum og spila meira, við vorum kannski full ákáfir í að sparka fram, hreinsa og verja markið okkar. Frekar en í einstaka tilfellum að reyna að spila út úr pressunni þeirra.”Björgvin í leik með KR á síðustu leiktíð.vísir/daníelBjörgvin Stefánsson leikmaður KR lét úr sér óviðeigandi ummæli varðandi kynþátt á meðan hann var að lýsa leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla á fimmtudaginn. Málið er búið að vera mikið á milli tannanna á fólki og verið mikið umtalað í fjölmiðlum. „Fjölmiðlar dæma hann ekkert í bann. Þeir eru búnir að ýja þetta mál upp verulega. Þetta er bara klaufaskapur í Björgvini. Hann ætlaði að reyna að vera fyndinn en það misheppnast svo hrapallega. Hann áttar sig á því alveg um leið og hann er búinn að biðjast afsökunar á þessu.” Í fjölmiðlum er búið að fjalla mikið um að hann gæti farið í 5 leikja bann. Rúnar var gríðarlega óánægður með þessa nálgun hjá fjölmiðlum. „Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr þessu máli. Þetta er leiðinlegt og KRingum finnst þetta öllum leiðinlegt. Ég vill fyrir hönd félagsins biðjast afsökunar. Þetta er bara ungur drengur sem er að lýsa fótboltaleik. Ekki undir merkjum KR, hann er fyrrverandi Haukamaður að hjálpa þeim með lýsingu þar sem hann þykir hnittinn og skemmtilegur.” Það á eftir að koma í ljós hvort hann verði settur í bann en aganefndin hittist ekki fyrr en í næstu viku. Það væri þó mjög dýrt fyrir KR að missa Björgvin út í marga leiki en hann er búinn að skora 3 mörk í fyrstu 6 leikjum liðsins. „Hann varð aðeins á í messunni og fattaði það alveg um leið og hætti þessari lýsingu sinni. Gekk út úr staðnum þar sem hann var að lýsa og hringdi í mig. Hann var mjög leiður og strax búinn að biðjast afsökunar. Menn ættu bara að taka þeirri afsökunarbeiðni og halda áfram með lífið sitt frekar en að vera að gera alltof mikið úr þessu.” „Auðvitað á þetta aldrei að heyrast og á ekki að vera uppi á yfirborðinu. Við munum tala við hann og við erum búnir að tala við hann. Þetta eru bara mistök sem hann gerði og hann mun læra af þeim.” Tvö sambærileg mál hafa komið upp nú þegar á þessu tímabili. Munurinn á þeim atvikum og þessu er að þar voru leikmenn að spila leiki og sögðu sín ummæli. Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar fékk beint rautt spjald í leik í lengjubikarnum gegn Leikni fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar. Pétur Viðarsson fékk sömuleiðis rautt spjald í 4. umferð Pepsi Max deildarinnar fyrir að kalla línuvörð leiksins þroskaheftan. Hvorugur leikmaður fékk meira bann en þann eina leik sem fylgir rauðu spjaldi. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig hann fer í 5 leikja bann þegar aðrir leikmenn hafa ekki farið í bönn fyrir sömu hluti. Hvort sem það er dökkur á hörund, á einhvern veginn skertur eða veikur á geði. Ég sé engan mun þar á. Það á ekki að líðast að svona hlutir séu gerðir og það á ekki að tala svona. Við reynum að ala það upp í okkar leikmönnum.” „Ef aðrir hafa ekki fengið leikbönn fyrir slíkt hið sama þá get ég ekki séð hvernig Björgvin á að fá langt leikbann. Mér finnst þetta bara fáranleg umræða og í fjölmiðlum er búið að heyrast að minnsta kosti 5 leikir. Í reglunum stendur allt að 5 leikir og ég vona bara að nefndin taki afsökunarbeiðni Björgvins og haldi bara áfram með lífið. Við þurfum ekki að vera að velta okkur of lengi upp úr þessu.” Þarf KSÍ að setja meiri línu í svona málum? „Þeir hafa ekki sett hana í síðustu tveimur málum. Ætla þeir að fara að fara að setja hana núna allt í einu. Á einhverjum tímapunkti þarf eitthvað að gerast en það þarf bara að fylgja reglum og lögum. Þeir þurfa bara að finna út úr því hvað þeir gera.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“ Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, kom sér í vandræði í kvöld. 23. maí 2019 21:50 Björgvin gæti fengið leikbann fyrir rasísk ummæli Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. 24. maí 2019 10:00 KR-ingar harma ummæli framherja félagsins KR sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem rasísk ummæli framherja félagsins, Björgvins Stefánssonar, eru hörmuð. 24. maí 2019 10:30 Yfirlýsing Þróttar vegna ummæla Björgvins: „Framkoman með öllu óásættanleg“ Þróttur R. fordæmir ummæli Björgvins Stefánssonar um leikmann liðsins. 24. maí 2019 16:46 Pape kallar Björgvin fávita: „Ekki hægt að kalla þetta dómgreindarleysi“ Pape Mamadou Faye lætur Björgvin Stefánsson heyra það. 24. maí 2019 18:38 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
KR vann Víking 1-0 í kvöld Pepsi Max deild karla. Rúnar var ánægður með sigurinn en hefði viljað sjá sína menn spila boltanum meira á köflum. Rúnar baðst einnig afsökunar fyrir hönd félagsins á umdeildri lýsingu Björgvins Stefánssonar á leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla. „Við unnum leikinn og ég er ánægður með það. Við hefðum alveg getað spilað betur út úr þessu, sérstaklega í síðari hálfleik,” sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um frammistöðuna í leiknum. Víkingar voru heilt yfir meira með boltann í leiknum og KR komust ekki í mikið af góðum færum í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vantaði nokkrum sinnum bara herslumuninn uppá hjá þeim í sókninni. „Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi, Víkingar voru meira með boltann og eru mjög vel spilandi. Gaman að fylgjast með þeim en við eigum bara að refsa þeim í síðari hálfleik og skora fleiri mörk. Við fáum fullt af fínum möguleikum í skyndisóknum til að refsa þeim sem við gerum ekki. Þetta er búið að vera smá vandamál hjá okkur undanfarið sem við þurfum að laga.” Í seinni hálfleik voru KR mikið að verjast aftarlega á vellinum og leyfðu Víkingum að vera með boltann. „Planið í hálfleik var bara að leyfa þeim að hafa boltann og leggjast aðeins niður og beita skyndisóknum. Mér fannst það heppnast mjög vel, þeir náðu ekkert að skapa og ekkert að opna okkur. Þeir voru aðallega að reyna langa bolta inn í teiginn og þeir náðu kannski að spila sig út úr fyrstu pressunni okkar en það var aldrei hætta.” „Kennie er búinn að vera mjög góður í hægri bakvarðarstöðunni. Hann er með ágætis aðstoð líka frá Pálma í fyrri hálfleik og síðan Atla í síðari hálfleik. Við erum bara ánægðir með hans frammistöðuna, sérstaklega er hann ógnandi sóknarlega og hjálpar okkur þar líka,” sagði Rúnar um Kennie Chopart sem átti stórleik úr bakvarðarstöðunni í kvöld. Í uppbótartíma sparkaði Finnur Orri Margeirsson leikmaður KR boltanum útaf og vildi fá aðhlynningu. Hann gleymdi hinsvegar að leggjast niður svo Víkingar brunuðu bara í sókn, þetta hefðu getað verið dýrkeypt mistök fyrir KR en þeir sluppu með skrekkinn. „Finnur gerir mistök í að setja boltann bara útaf, maður verður að leggjast niður líka. Það þýðir ekkert að sparka boltanum útaf og standa síðan bara. Þetta er bara klaufaskapur hjá okkur og honum. Þetta er ekkert sem á eftir að draga einhvern dilk á eftir sér. Þetta var bara klaufaskapur hjá okkur og við vorum bara heppnir að þeir refsuðu okkur ekki.” Sölvi Geir Ottesen fyrirliði Víkinga fékk rautt spjald á 76. mínútu eftir að hafa gert eitthvað af sér í baráttu í teignum. Það sáu ekki margir hvað gerðist en þetta atvikaðist þegar boltinn var ekki nálægt og þar af leiðandi voru flestir að horfa annað. „Því miður þá sá ég það ekki og hef ekki haft tækifæri til að ræða við mína menn um það hvernig það atvikaðist. Hvort það hafi verið rétt eða rangt en dómarinn fer nú ekki að lyfta rauðu spjaldi án þess að hafa séð eitthvað.” Sóknarleikur KR var á köflum í leiknum óáhugaverður en það voru ekki margir leikmenn KR sem þorðu að spila boltanum mikið gegn hápressu Víkinga. „Við þurftum kannski að vera aðeins rólegri á boltanum. Þora að halda boltanum og spila meira, við vorum kannski full ákáfir í að sparka fram, hreinsa og verja markið okkar. Frekar en í einstaka tilfellum að reyna að spila út úr pressunni þeirra.”Björgvin í leik með KR á síðustu leiktíð.vísir/daníelBjörgvin Stefánsson leikmaður KR lét úr sér óviðeigandi ummæli varðandi kynþátt á meðan hann var að lýsa leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla á fimmtudaginn. Málið er búið að vera mikið á milli tannanna á fólki og verið mikið umtalað í fjölmiðlum. „Fjölmiðlar dæma hann ekkert í bann. Þeir eru búnir að ýja þetta mál upp verulega. Þetta er bara klaufaskapur í Björgvini. Hann ætlaði að reyna að vera fyndinn en það misheppnast svo hrapallega. Hann áttar sig á því alveg um leið og hann er búinn að biðjast afsökunar á þessu.” Í fjölmiðlum er búið að fjalla mikið um að hann gæti farið í 5 leikja bann. Rúnar var gríðarlega óánægður með þessa nálgun hjá fjölmiðlum. „Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr þessu máli. Þetta er leiðinlegt og KRingum finnst þetta öllum leiðinlegt. Ég vill fyrir hönd félagsins biðjast afsökunar. Þetta er bara ungur drengur sem er að lýsa fótboltaleik. Ekki undir merkjum KR, hann er fyrrverandi Haukamaður að hjálpa þeim með lýsingu þar sem hann þykir hnittinn og skemmtilegur.” Það á eftir að koma í ljós hvort hann verði settur í bann en aganefndin hittist ekki fyrr en í næstu viku. Það væri þó mjög dýrt fyrir KR að missa Björgvin út í marga leiki en hann er búinn að skora 3 mörk í fyrstu 6 leikjum liðsins. „Hann varð aðeins á í messunni og fattaði það alveg um leið og hætti þessari lýsingu sinni. Gekk út úr staðnum þar sem hann var að lýsa og hringdi í mig. Hann var mjög leiður og strax búinn að biðjast afsökunar. Menn ættu bara að taka þeirri afsökunarbeiðni og halda áfram með lífið sitt frekar en að vera að gera alltof mikið úr þessu.” „Auðvitað á þetta aldrei að heyrast og á ekki að vera uppi á yfirborðinu. Við munum tala við hann og við erum búnir að tala við hann. Þetta eru bara mistök sem hann gerði og hann mun læra af þeim.” Tvö sambærileg mál hafa komið upp nú þegar á þessu tímabili. Munurinn á þeim atvikum og þessu er að þar voru leikmenn að spila leiki og sögðu sín ummæli. Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar fékk beint rautt spjald í leik í lengjubikarnum gegn Leikni fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar. Pétur Viðarsson fékk sömuleiðis rautt spjald í 4. umferð Pepsi Max deildarinnar fyrir að kalla línuvörð leiksins þroskaheftan. Hvorugur leikmaður fékk meira bann en þann eina leik sem fylgir rauðu spjaldi. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig hann fer í 5 leikja bann þegar aðrir leikmenn hafa ekki farið í bönn fyrir sömu hluti. Hvort sem það er dökkur á hörund, á einhvern veginn skertur eða veikur á geði. Ég sé engan mun þar á. Það á ekki að líðast að svona hlutir séu gerðir og það á ekki að tala svona. Við reynum að ala það upp í okkar leikmönnum.” „Ef aðrir hafa ekki fengið leikbönn fyrir slíkt hið sama þá get ég ekki séð hvernig Björgvin á að fá langt leikbann. Mér finnst þetta bara fáranleg umræða og í fjölmiðlum er búið að heyrast að minnsta kosti 5 leikir. Í reglunum stendur allt að 5 leikir og ég vona bara að nefndin taki afsökunarbeiðni Björgvins og haldi bara áfram með lífið. Við þurfum ekki að vera að velta okkur of lengi upp úr þessu.” Þarf KSÍ að setja meiri línu í svona málum? „Þeir hafa ekki sett hana í síðustu tveimur málum. Ætla þeir að fara að fara að setja hana núna allt í einu. Á einhverjum tímapunkti þarf eitthvað að gerast en það þarf bara að fylgja reglum og lögum. Þeir þurfa bara að finna út úr því hvað þeir gera.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“ Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, kom sér í vandræði í kvöld. 23. maí 2019 21:50 Björgvin gæti fengið leikbann fyrir rasísk ummæli Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. 24. maí 2019 10:00 KR-ingar harma ummæli framherja félagsins KR sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem rasísk ummæli framherja félagsins, Björgvins Stefánssonar, eru hörmuð. 24. maí 2019 10:30 Yfirlýsing Þróttar vegna ummæla Björgvins: „Framkoman með öllu óásættanleg“ Þróttur R. fordæmir ummæli Björgvins Stefánssonar um leikmann liðsins. 24. maí 2019 16:46 Pape kallar Björgvin fávita: „Ekki hægt að kalla þetta dómgreindarleysi“ Pape Mamadou Faye lætur Björgvin Stefánsson heyra það. 24. maí 2019 18:38 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Lét óviðeigandi ummæli falla í beinni: „Gerðist sekur um hrapallegt dómgreindarleysi“ Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, kom sér í vandræði í kvöld. 23. maí 2019 21:50
Björgvin gæti fengið leikbann fyrir rasísk ummæli Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. 24. maí 2019 10:00
KR-ingar harma ummæli framherja félagsins KR sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem rasísk ummæli framherja félagsins, Björgvins Stefánssonar, eru hörmuð. 24. maí 2019 10:30
Yfirlýsing Þróttar vegna ummæla Björgvins: „Framkoman með öllu óásættanleg“ Þróttur R. fordæmir ummæli Björgvins Stefánssonar um leikmann liðsins. 24. maí 2019 16:46
Pape kallar Björgvin fávita: „Ekki hægt að kalla þetta dómgreindarleysi“ Pape Mamadou Faye lætur Björgvin Stefánsson heyra það. 24. maí 2019 18:38