Úrslitaleikirnir í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2019 10:53 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á heimavelli Atletico Madrid á Spáni. Vísir/Getty Stöð 2 Sport mun sýna báða úrslitaleikina sem fram undan eru í Evrópukeppnunum í fótbolta í svokallaðri ofurháskerpu, sem nefnist á ensku UHD og 4K. Er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem að sýnt er frá íþróttaviðburðum í slíkum myndgæðum. Leikirnir verða sýndir á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD, sem verður aðgengileg á IPTV myndlyklum á rás 20 á leikdögum. Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD/4K myndlykil og sjónvarp sem styður UHD/4K útsendingu. Báðir leikirnir verða í opinni dagskrá. Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA þann miðvikudaginn 29. maí en Tottenham og Liverpool eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd 1. júní. Hér má lesa fréttatilkynningu frá Sýn vegna málsins:Úrslitaleikir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar sýndir í Ofur-Háskerpu UHD / 4K Sýn hf. hefur ákveðið að vera með tilraunaútsendingar á úrslitaleikjum Evrópudeildar UEFA og Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Ofur-Háskerpu (Ultra HD / 4K). Stöð 2 Sport UHD mun sýna báða leikina í opinni dagskrá á IPTV en viðskiptavinir þurfa að hafa bæði myndlykil og sjónvarp sem styðja UHD/4K myndupplausn til að njóta útsendingarinnar í fullum gæðum. Leikirnir eru sýndir á eftirtöldum dögum: Miðvikudaginn 29. maí 2019 í Evrópudeild UEFA; Chelsea – Arsenal Laugardaginn 1. júní 2019 í Meistaradeild Evrópu; Tottenham – Liverpool Þessar tilraunaútsendingar verða í boði um gagnvirk sjónvarpskerfi fjarskiptafélaga (IPTV) en ekki um loftnet eða sjónvarpsöpp. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu einnig sýna leikina í hefðbundum myndupplausnum (SD og HD) sem henta öllum dreifikerfum.Gagnleg atriði sem gott er að hafa í huga: * Þar sem að UHD/4K merkið er mun stærra en hefðbundnar sjónvarpsútsendingar (SD/HD) eða 16-20 Mbit/s, krefst það mun meiri bandbreiddar á heimatengingum. * Til að tryggt sé að ná fullum gæðum er öruggast að vera með ljósleiðaratengingu. * Ekki er tryggt að 4K merkið náist með ADSL/VDSL eða ljósnetstengingu. * Æskilegast er að tenging milli myndlykils og sjónvarps sé með hágæða HDMI kapli. Margir eldri og/eða ódýrari gerðir af HDMI köplum bera ekki þetta myndmerki. * Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD /4K myndlykil og þar verður Stöð 2 Sport UHD aðgengileg á rásarnúmeri 20 óháð því hvort þú sért með allar græjur til að ná 4K útsendingu eða ekki. Myndlykillinn skalar UHD merkið niður í þá upplausn sem sjónvarpstækið styður. Hægt er að nálgast Samsung myndlykla í verslunum Vodafone og hjá umboðsmönnum um land allt.Vísir er í eigu Sýnar hf. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tækni Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Stöð 2 Sport mun sýna báða úrslitaleikina sem fram undan eru í Evrópukeppnunum í fótbolta í svokallaðri ofurháskerpu, sem nefnist á ensku UHD og 4K. Er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem að sýnt er frá íþróttaviðburðum í slíkum myndgæðum. Leikirnir verða sýndir á nýrri rás, Stöð 2 Sport UHD, sem verður aðgengileg á IPTV myndlyklum á rás 20 á leikdögum. Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD/4K myndlykil og sjónvarp sem styður UHD/4K útsendingu. Báðir leikirnir verða í opinni dagskrá. Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA þann miðvikudaginn 29. maí en Tottenham og Liverpool eigast við í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd 1. júní. Hér má lesa fréttatilkynningu frá Sýn vegna málsins:Úrslitaleikir Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar sýndir í Ofur-Háskerpu UHD / 4K Sýn hf. hefur ákveðið að vera með tilraunaútsendingar á úrslitaleikjum Evrópudeildar UEFA og Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Ofur-Háskerpu (Ultra HD / 4K). Stöð 2 Sport UHD mun sýna báða leikina í opinni dagskrá á IPTV en viðskiptavinir þurfa að hafa bæði myndlykil og sjónvarp sem styðja UHD/4K myndupplausn til að njóta útsendingarinnar í fullum gæðum. Leikirnir eru sýndir á eftirtöldum dögum: Miðvikudaginn 29. maí 2019 í Evrópudeild UEFA; Chelsea – Arsenal Laugardaginn 1. júní 2019 í Meistaradeild Evrópu; Tottenham – Liverpool Þessar tilraunaútsendingar verða í boði um gagnvirk sjónvarpskerfi fjarskiptafélaga (IPTV) en ekki um loftnet eða sjónvarpsöpp. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu einnig sýna leikina í hefðbundum myndupplausnum (SD og HD) sem henta öllum dreifikerfum.Gagnleg atriði sem gott er að hafa í huga: * Þar sem að UHD/4K merkið er mun stærra en hefðbundnar sjónvarpsútsendingar (SD/HD) eða 16-20 Mbit/s, krefst það mun meiri bandbreiddar á heimatengingum. * Til að tryggt sé að ná fullum gæðum er öruggast að vera með ljósleiðaratengingu. * Ekki er tryggt að 4K merkið náist með ADSL/VDSL eða ljósnetstengingu. * Æskilegast er að tenging milli myndlykils og sjónvarps sé með hágæða HDMI kapli. Margir eldri og/eða ódýrari gerðir af HDMI köplum bera ekki þetta myndmerki. * Á IPTV kerfi Vodafone þurfa viðskiptavinir að hafa Samsung UHD /4K myndlykil og þar verður Stöð 2 Sport UHD aðgengileg á rásarnúmeri 20 óháð því hvort þú sért með allar græjur til að ná 4K útsendingu eða ekki. Myndlykillinn skalar UHD merkið niður í þá upplausn sem sjónvarpstækið styður. Hægt er að nálgast Samsung myndlykla í verslunum Vodafone og hjá umboðsmönnum um land allt.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tækni Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti