Landsréttardómari telur dóm MDE „skjóta hátt yfir markið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:08 Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust. Mynd/Samsett Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45
Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05