Ekki markmiðið að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Sunna Sæmundsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. maí 2019 18:57 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.„Við vildum fáum það leitt fram hvort að þetta væri heimilt, að stunda hleranir sem þessar. Nú liggur fyrir að svo er ekki. Það er býsna ánægjulegt að okkar mati,“ sagði Bergþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Í úrskurðinum segir að leynileg hljóðupptaka Báru á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert.Sjá einnig: Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamálBergþór segir þó að vegna anna við umræður Miðflokksins á þingi um þriðja orkupakkann hafi ekki gefist tími til að fara rækilega yfir úrskurðinn. Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.Vísir„Í sjálfu sér höfum við verið mjög upptekin í umræðum um þriðja orkupakkann. Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að fara yfir þetta saman, okkur fjórmenningunum en ég reikna með að segjum kannski eitthvað um efnisatriði málsins á morgun,“ sagði Bergþór. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að Miðflokksmenn standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. Þeir geti höfðað einkamál og krafist skaðabóta frá Báru eða borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Þá geta þeir einnig unað úrskurðinum. Bergþór sagði næstu skref ekki hafa verið ákveðin.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Það sem skiptir máli er að þetta er ekki heimilt. Það var ekki farið í þessa vegferð til að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Halldórsdóttur. Það var ekki markmiðið og við raunar lögðum það til í tilskrifum okkar að henni yrði gerð lágmarkssekt. Málið eins og það liggur núna er býsna ánægjulegt. Þetta má ekki og það má eiginlega segja að friðhelgin vinnur,“ sagði Bergþór.Sjá einnig: Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á KlaustriÞá sagðist hann úrskurð Persónuverndar þó ekki breyta því að hann skammaðist sín fyrir þau ummæli sem látin voru falla á Klausturbar. „Hvað mig varðar dregur það ekkert úr því að ég skammast mín fyrir það sem ég sagði á þessum tíma og hef margbeðist afsökunar á því til þeirra sem við á.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn fjórmenninganna sem kærðu Báru Halldórssdóttur til Persónuverndar fyrir upptöku hennar á samræðum þingmannanna á Klausturbar, segir að niðurstaða Persónuverndar í málinu sé ánægjuleg.„Við vildum fáum það leitt fram hvort að þetta væri heimilt, að stunda hleranir sem þessar. Nú liggur fyrir að svo er ekki. Það er býsna ánægjulegt að okkar mati,“ sagði Bergþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Í úrskurðinum segir að leynileg hljóðupptaka Báru á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert.Sjá einnig: Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamálBergþór segir þó að vegna anna við umræður Miðflokksins á þingi um þriðja orkupakkann hafi ekki gefist tími til að fara rækilega yfir úrskurðinn. Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.Vísir„Í sjálfu sér höfum við verið mjög upptekin í umræðum um þriðja orkupakkann. Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að fara yfir þetta saman, okkur fjórmenningunum en ég reikna með að segjum kannski eitthvað um efnisatriði málsins á morgun,“ sagði Bergþór. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, að Miðflokksmenn standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum. Þeir geti höfðað einkamál og krafist skaðabóta frá Báru eða borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Þá geta þeir einnig unað úrskurðinum. Bergþór sagði næstu skref ekki hafa verið ákveðin.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Það sem skiptir máli er að þetta er ekki heimilt. Það var ekki farið í þessa vegferð til að sækja fúlgur fjár í hirslur Báru Halldórsdóttur. Það var ekki markmiðið og við raunar lögðum það til í tilskrifum okkar að henni yrði gerð lágmarkssekt. Málið eins og það liggur núna er býsna ánægjulegt. Þetta má ekki og það má eiginlega segja að friðhelgin vinnur,“ sagði Bergþór.Sjá einnig: Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á KlaustriÞá sagðist hann úrskurð Persónuverndar þó ekki breyta því að hann skammaðist sín fyrir þau ummæli sem látin voru falla á Klausturbar. „Hvað mig varðar dregur það ekkert úr því að ég skammast mín fyrir það sem ég sagði á þessum tíma og hef margbeðist afsökunar á því til þeirra sem við á.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00