Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2019 10:56 Bolsonaro forseti hefur gefið út tilskipun um að rýmka skotvopnalöggjöf Brasilíu. Vísir/EPA Stefna Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, mun leiða til fleiri morða í Brasilía og svipta suma landsmenn mannréttindum, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin nefna tilslakanir á vopnalögum, strangari fíkniefnalöggjöf og tilraunir til að hafa áhrif á störf félagasamtaka í Brasilíu. Hægriharðlínumaðurinn Bolsonaro tók við embætti forseta í byrjun árs eftir afgerandi kosningasigur í fyrra. Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty í Brasilíu, segir að samtökin hafi varað við ógninni sem mannréttindum stafaði af Bolsonaro þegar hann var kjörinn. „Við erum að byrja að sjá að áhyggjur okkar voru á rökum reistar,“ segir Werneck. Orðræða Bolsonaro gegn mannréttindum sem hann hefur ástundað allan stjórnmálaferill sinn sé nú að verða að beinhörðum aðgerðum sem ógni og brjóti á mannréttindum allra Brasilíumanna. Í opnu bréfi sem Amnesty birti í dag kemur einnig fram að Bolsonaro brjóti á réttindinum frumbyggja og samfélaga afkomenda þræla, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty International í Brasilíu, þegar hún ræddi við fréttamenn á þriðjudag.Ráðuneyti málefna kvenna, fjölskyldna og mannréttinda í ríkisstjórn Bolsonaro hafnaði ásökunum Amnesty. Engar vísbendingar væru um að þær byggðust á staðreyndum eða raunverulegum atburðum. Ráðuneytið væri tilbúið að ræða við samtökin til að sýna þeim fram á að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. Tilskipun Bolsonaro um að rýmka skotvopnalöggjöfina hefur reynst umdeild í Brasilíu. Ríkisstjórar þrettán af 26 ríkjum Brasilíu birtu opið bréf þar sem þeir mótmæltu tilskipuninni á þriðjudag. Þeir telja hana aðeins eftir að auka á ofbeldisölduna í landinu. Með tilskipuninni geta einstaklingar keypt meira magn af skotfærum og ákveðnir hópar mega ganga um vopnaðir án þess að þurfa sérstakt leyfi, þar á meðal alríkislögreglumenn, vöruflutningabílstjórar, kjörnir fulltrúar og blaðamenn. Brasilía Tengdar fréttir Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Stefna Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, mun leiða til fleiri morða í Brasilía og svipta suma landsmenn mannréttindum, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin nefna tilslakanir á vopnalögum, strangari fíkniefnalöggjöf og tilraunir til að hafa áhrif á störf félagasamtaka í Brasilíu. Hægriharðlínumaðurinn Bolsonaro tók við embætti forseta í byrjun árs eftir afgerandi kosningasigur í fyrra. Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty í Brasilíu, segir að samtökin hafi varað við ógninni sem mannréttindum stafaði af Bolsonaro þegar hann var kjörinn. „Við erum að byrja að sjá að áhyggjur okkar voru á rökum reistar,“ segir Werneck. Orðræða Bolsonaro gegn mannréttindum sem hann hefur ástundað allan stjórnmálaferill sinn sé nú að verða að beinhörðum aðgerðum sem ógni og brjóti á mannréttindum allra Brasilíumanna. Í opnu bréfi sem Amnesty birti í dag kemur einnig fram að Bolsonaro brjóti á réttindinum frumbyggja og samfélaga afkomenda þræla, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty International í Brasilíu, þegar hún ræddi við fréttamenn á þriðjudag.Ráðuneyti málefna kvenna, fjölskyldna og mannréttinda í ríkisstjórn Bolsonaro hafnaði ásökunum Amnesty. Engar vísbendingar væru um að þær byggðust á staðreyndum eða raunverulegum atburðum. Ráðuneytið væri tilbúið að ræða við samtökin til að sýna þeim fram á að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. Tilskipun Bolsonaro um að rýmka skotvopnalöggjöfina hefur reynst umdeild í Brasilíu. Ríkisstjórar þrettán af 26 ríkjum Brasilíu birtu opið bréf þar sem þeir mótmæltu tilskipuninni á þriðjudag. Þeir telja hana aðeins eftir að auka á ofbeldisölduna í landinu. Með tilskipuninni geta einstaklingar keypt meira magn af skotfærum og ákveðnir hópar mega ganga um vopnaðir án þess að þurfa sérstakt leyfi, þar á meðal alríkislögreglumenn, vöruflutningabílstjórar, kjörnir fulltrúar og blaðamenn.
Brasilía Tengdar fréttir Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56