Þýsk stjórnvöld þurfi að axla sína ábyrgð á Geirfinnsmáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2019 07:30 Karl Schütz (í hvítri skyrtu) hélt blaðamannafund um lausn Geirfinnsmáls árið 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þýska alríkislögreglan (BKA) þarf að axla sína ábyrgð á stærsta réttarfarshneyksli Íslandssögunnar,“ að mati þýska þingmannsins Andrej Hunko, sem lagði ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum fram fyrirspurn á dögunum til þýskra stjórnvalda um aðkomu Þjóðverja að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Þýsk stjórnvöld hafa nú staðfest umfangsmikla aðstoð alríkislögreglunnar með aðkomu bæði þáverandi forseta hennar og þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis Vestur-Þýskalands Siegfried Fröhlich,“ segir Hunko og vísar til svars þýskra stjórnvalda sem barst í vikunni. Hunko segir löngu tímabært að þýsk stjórnvöld bjóði íslenskum stjórnvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa að fullu þátt Þjóðverja í málinu en í svari þýskra stjórnvalda kemur fram að engin beiðni um slíka aðstoð hafi komið frá íslenskum yfirvöldum. „Að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, voru það yfirheyrsluaðferðir BKA sem leiddu til hinna fölsku játninga sem veittar voru í málinu,“ segir Hunko og nefnir einnig langa einangrunarvist sakborninga, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar sem prófaðar hafi verið á sakborningunum. „Þýska ríkið þarf að bæta þolendum málsins fyrir þær aðferðir sem notaðar voru og skiluðu fölskum játningum,“ segir Hunko og að það gildi bæði um þá sem enn lifa og aðstandendur þeirra sem látnir eru.Andrej Hunko.EPA/HAYOUNG JEONÍ svari stjórnvalda við fyrirspurnum þingmannanna kemur fram að fyrstu skráðu samskiptin um aðkomu Karls Schütz að málinu séu af samtali fyrrnefnds Fröhlich og Péturs Eggerz síðar sendiherra, í Strassborg þar sem þeir voru í erindagjörðum vegna Evrópuráðsins. Mun Pétur hafa óskað eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. Fröhlich mun að sögn hafa ekki hafa talið beina aðkomu BKA æskilega í byrjun en boðist til að hafa samband við mann sem á þeim tíma var nýkominn á eftirlaun. Karl Schütz hafi reynst reiðubúinn og í framhaldinu haldið til Reykjavíkur þar sem gengið hafi verið frá samningum við hann. Í svarinu er einnig greint frá bréfaskiptum Ólafs Jóhannessonar og Siegfried Fröhlich þar sem hinn síðarnefndi féllst á ósk ráðherrans um framkvæmd réttarmeinarannsókna á rannsóknarstofu BKA. Segir Fröhlich að Horst Harold, forseti BKA, muni með ánægju láta framkvæma þær rannsóknir sem óskað sé frá Íslandi vegna málsins. Ekki liggi fyrir hvort eða hver hafi greitt fyrir þær rannsóknir sem gerðar voru. Fyrirspurnin laut einnig að afstöðu þýskra stjórnvalda til málsins í dag þegar ljóst væri orðið að brotið hefði verið alvarlega gegn fólki með vitund og vilja og jafnvel undir stjórn fulltrúa BKA. Svör þýskra stjórnvalda við þeim spurningum eru að Karl Schütz hafi verið kominn á eftirlaun og því veitt aðstoð sína í eigin nafni en ekki á vegum BKA eða þýskra yfirvalda. Hunko segir þversögn í þessu yfirlýsta ábyrgðarleysi þýskra stjórnvalda, enda ljóst af svarinu sjálfu að lagt var á ráðin milli háttsettra embættismanna um aðkomu Schütz, auk þeirrar tækniaðstoðar sem veitt hafi verið. Þá hafi fimm þýskum embættismönnum, auk Schütz sjálfs, verið verið launað ríkulega með heiðursorðum íslenska ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Þýskaland Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45 Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00 Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
„Þýska alríkislögreglan (BKA) þarf að axla sína ábyrgð á stærsta réttarfarshneyksli Íslandssögunnar,“ að mati þýska þingmannsins Andrej Hunko, sem lagði ásamt nokkrum samflokksmönnum sínum fram fyrirspurn á dögunum til þýskra stjórnvalda um aðkomu Þjóðverja að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. „Þýsk stjórnvöld hafa nú staðfest umfangsmikla aðstoð alríkislögreglunnar með aðkomu bæði þáverandi forseta hennar og þáverandi ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytis Vestur-Þýskalands Siegfried Fröhlich,“ segir Hunko og vísar til svars þýskra stjórnvalda sem barst í vikunni. Hunko segir löngu tímabært að þýsk stjórnvöld bjóði íslenskum stjórnvöldum alla mögulega aðstoð við að upplýsa að fullu þátt Þjóðverja í málinu en í svari þýskra stjórnvalda kemur fram að engin beiðni um slíka aðstoð hafi komið frá íslenskum yfirvöldum. „Að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, voru það yfirheyrsluaðferðir BKA sem leiddu til hinna fölsku játninga sem veittar voru í málinu,“ segir Hunko og nefnir einnig langa einangrunarvist sakborninga, vatnspyndingar, lyfjagjafir og dáleiðingar sem prófaðar hafi verið á sakborningunum. „Þýska ríkið þarf að bæta þolendum málsins fyrir þær aðferðir sem notaðar voru og skiluðu fölskum játningum,“ segir Hunko og að það gildi bæði um þá sem enn lifa og aðstandendur þeirra sem látnir eru.Andrej Hunko.EPA/HAYOUNG JEONÍ svari stjórnvalda við fyrirspurnum þingmannanna kemur fram að fyrstu skráðu samskiptin um aðkomu Karls Schütz að málinu séu af samtali fyrrnefnds Fröhlich og Péturs Eggerz síðar sendiherra, í Strassborg þar sem þeir voru í erindagjörðum vegna Evrópuráðsins. Mun Pétur hafa óskað eftir aðstoð BKA við rannsóknir morðmála á Íslandi. Fröhlich mun að sögn hafa ekki hafa talið beina aðkomu BKA æskilega í byrjun en boðist til að hafa samband við mann sem á þeim tíma var nýkominn á eftirlaun. Karl Schütz hafi reynst reiðubúinn og í framhaldinu haldið til Reykjavíkur þar sem gengið hafi verið frá samningum við hann. Í svarinu er einnig greint frá bréfaskiptum Ólafs Jóhannessonar og Siegfried Fröhlich þar sem hinn síðarnefndi féllst á ósk ráðherrans um framkvæmd réttarmeinarannsókna á rannsóknarstofu BKA. Segir Fröhlich að Horst Harold, forseti BKA, muni með ánægju láta framkvæma þær rannsóknir sem óskað sé frá Íslandi vegna málsins. Ekki liggi fyrir hvort eða hver hafi greitt fyrir þær rannsóknir sem gerðar voru. Fyrirspurnin laut einnig að afstöðu þýskra stjórnvalda til málsins í dag þegar ljóst væri orðið að brotið hefði verið alvarlega gegn fólki með vitund og vilja og jafnvel undir stjórn fulltrúa BKA. Svör þýskra stjórnvalda við þeim spurningum eru að Karl Schütz hafi verið kominn á eftirlaun og því veitt aðstoð sína í eigin nafni en ekki á vegum BKA eða þýskra yfirvalda. Hunko segir þversögn í þessu yfirlýsta ábyrgðarleysi þýskra stjórnvalda, enda ljóst af svarinu sjálfu að lagt var á ráðin milli háttsettra embættismanna um aðkomu Schütz, auk þeirrar tækniaðstoðar sem veitt hafi verið. Þá hafi fimm þýskum embættismönnum, auk Schütz sjálfs, verið verið launað ríkulega með heiðursorðum íslenska ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Þýskaland Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45 Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00 Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að mál Erlu Bolladóttur verði tekið til sérstakrar skoðunar. Erla var sú eina af dómfelldum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem fékk mál sitt ekki endurupptekið. 15. maí 2019 06:45
Falið að skoða ábendingar um hvarf Guðmundar og Geirfinns Dómsmálaráðherra hefur sett Hölllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra til að taka afstöðu til ábendinga um mannshvörfin. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tilkynnti ráðherra um vanhæfi sitt í desember. Ábendingar hafa komið fram um bæði mannshvorfin á undanförnum árum. 20. maí 2019 06:00
Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. 14. maí 2019 06:45