Gunni Helga og Hildur Knúts á meðal styrkþega úr nýjum bókasjóði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 17:25 Styrkþegarnir við afhendinguna í dag. Miðstöð íslenskra bókmennta Tilkynnt var um fyrstu úthlutun úr nýjum barna- og ungmennabókasjóði í dag. Stofnun sjóðsins er liður í aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra um eflingu íslenskunnar og er ætlað að styrkja útgáfu vandaðs efnis fyrir yngri lesendur. Alls hlutu 20 verk styrki að þessu sinni og nemur heildarstyrkupphæð 7 milljónum kr. „Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að efla læsi í landinu til framtíðar er að standa vörð um tungumálið okkar og tryggja aðgengi barna og ungmenna að bókum við þeirra hæfi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, við afhendinguna í dag, þar sem voru komnir saman höfundar og útgefendur verkanna sem hlutu styrki. Sjóðurinn er hýstur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta sem sér alfarið um rekstur hans. Útgefendur sóttu um styrki til útgáfu 60 bóka en þær 20 sem hljóta styrki að þessu sinni eru af ýmsu tagi; langar textabækur fyrir ungmenni, myndríkar smábarnabækur og allt þar á milli. Styrkirnir nema frá 250-500 þúsund kr. hver. Ákveðið var að gefa sjóðnum nafn sem væri lýsandi fyrir hlutverk hans og tilgang. Fyrir valinu varð nafnið Auður. „Auður er nafn sem felur í sér ýmsar vísanir. Í okkar augum vísar Auður til hins raunverulega ríkidæmis þjóðarinnar og eins mesta fjársjóðs hennar, bókmenntanna,“ sagði Lilja í ræðu sinni við afhendinguna. „Að auki er Auður ímynd styrks og sjálfstæðis, áræðni og virðingar – það er ekki síst það sem við erum að kalla eftir í bókmenntum fyrir unga fólkið okkar,“ sagði mennta- og menningarmálaráðherra. Verkin sem hljóta styrki: •Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Húsið í september (vinnutitill) eftir Hilmar Örn Óskarsson. Útgefandi: Bókabeitan •Þriggja heima saga #5 (titill ókominn) eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, myndhöfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Forlagið •Kopareggið eftir Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi: Forlagið •Ungfrú fótbolti 1980 (vinnuheiti) eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Veröld vættanna - Bergrisinn vaknar eftir Margréti Tryggvadóttur, myndhöfundar M74. Studio (Guðmundur Bernharð og Silvia Pérez). Útgefandi: Reykjanes jarðvangur ses •Nei, nei, nei! eftir Birtu Þrastardóttur. Útgefandi: Angústúra •Randalín, Mundi og leyndarmálið eftir Þórdísi Gísladóttur, myndhöfundur Þórarinn M. Baldursson. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa •Nornasaga eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan •Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Nærbuxnaverksmiðjan 2 eftir Arndísi Þórarinsdóttur, myndhöfundur er Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið •Miðbæjarrottan eftir Auði Þórhallsdóttur. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa •Vigdís F. eftir Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra •Hvíti ásinn eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Útgefandi: Salka •Langelstur að eilífu Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan •Álfarannsóknin eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur, myndhöfundur er Elín Elísabet Einarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan •Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason. Útgefandi: Forlagið •Ys og þys út af ... ÖLLU! eftir Hjalta Halldórsson. Útgefandi: Bókabeitan •Leitin að vorinu (vinnuheiti) eftir Sigrúnu Elíasdóttur, myndhöfundur Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið Bókmenntir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tilkynnt var um fyrstu úthlutun úr nýjum barna- og ungmennabókasjóði í dag. Stofnun sjóðsins er liður í aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra um eflingu íslenskunnar og er ætlað að styrkja útgáfu vandaðs efnis fyrir yngri lesendur. Alls hlutu 20 verk styrki að þessu sinni og nemur heildarstyrkupphæð 7 milljónum kr. „Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að efla læsi í landinu til framtíðar er að standa vörð um tungumálið okkar og tryggja aðgengi barna og ungmenna að bókum við þeirra hæfi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, við afhendinguna í dag, þar sem voru komnir saman höfundar og útgefendur verkanna sem hlutu styrki. Sjóðurinn er hýstur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta sem sér alfarið um rekstur hans. Útgefendur sóttu um styrki til útgáfu 60 bóka en þær 20 sem hljóta styrki að þessu sinni eru af ýmsu tagi; langar textabækur fyrir ungmenni, myndríkar smábarnabækur og allt þar á milli. Styrkirnir nema frá 250-500 þúsund kr. hver. Ákveðið var að gefa sjóðnum nafn sem væri lýsandi fyrir hlutverk hans og tilgang. Fyrir valinu varð nafnið Auður. „Auður er nafn sem felur í sér ýmsar vísanir. Í okkar augum vísar Auður til hins raunverulega ríkidæmis þjóðarinnar og eins mesta fjársjóðs hennar, bókmenntanna,“ sagði Lilja í ræðu sinni við afhendinguna. „Að auki er Auður ímynd styrks og sjálfstæðis, áræðni og virðingar – það er ekki síst það sem við erum að kalla eftir í bókmenntum fyrir unga fólkið okkar,“ sagði mennta- og menningarmálaráðherra. Verkin sem hljóta styrki: •Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Húsið í september (vinnutitill) eftir Hilmar Örn Óskarsson. Útgefandi: Bókabeitan •Þriggja heima saga #5 (titill ókominn) eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, myndhöfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Forlagið •Kopareggið eftir Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi: Forlagið •Ungfrú fótbolti 1980 (vinnuheiti) eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Veröld vættanna - Bergrisinn vaknar eftir Margréti Tryggvadóttur, myndhöfundar M74. Studio (Guðmundur Bernharð og Silvia Pérez). Útgefandi: Reykjanes jarðvangur ses •Nei, nei, nei! eftir Birtu Þrastardóttur. Útgefandi: Angústúra •Randalín, Mundi og leyndarmálið eftir Þórdísi Gísladóttur, myndhöfundur Þórarinn M. Baldursson. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa •Nornasaga eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan •Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Nærbuxnaverksmiðjan 2 eftir Arndísi Þórarinsdóttur, myndhöfundur er Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið •Miðbæjarrottan eftir Auði Þórhallsdóttur. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa •Vigdís F. eftir Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra •Hvíti ásinn eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Útgefandi: Salka •Langelstur að eilífu Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan •Álfarannsóknin eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur, myndhöfundur er Elín Elísabet Einarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan •Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason. Útgefandi: Forlagið •Ys og þys út af ... ÖLLU! eftir Hjalta Halldórsson. Útgefandi: Bókabeitan •Leitin að vorinu (vinnuheiti) eftir Sigrúnu Elíasdóttur, myndhöfundur Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið
Bókmenntir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira