Vinnur með raunveruleika og ímyndun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. maí 2019 07:00 "Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Röskun er glæpasaga eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. „Ég hef aðallega skrifað smásögur,“ segir Íris sem sótti á sínum tíma námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og lærði einnig leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur. „Þessi námskeið nýttust mér, bæði í sambandi við hugmyndavinnu og einnig sem hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir hún. Röskun er gefin út af Sölku. „Ég er mjög lánsöm að þær Dögg og Anna Lea hjá Sölku hafi haft trú á sögunni og mér sem höfundi, þær eru miklir fagmenn.“ Spurð hvers vegna hún haf i ákveðið að skrifa glæpasögu segir hún: „Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum í gegnum söguna. Í Röskun er ég að vinna með mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar. Sagan fjallar um Heru sem er nýflutt í nýja íbúð. Eftir flutningana fer henni að líða undarlega. Hún finnur fyrir óþægilegri nærveru, upplifir óhugnanlega atburði og fer að glíma við þá spurningu hvað sé raunverulegt og hvað ímyndað. Hugmyndin mín var að lesandinn þyrfti að svara þessum spurningum um leið og hún. Síðan fléttast inn önnur saga um Stellu sem bjó áður í íbúðinni með fjölskyldu sinni. Eftir því sem líður á söguna kemur ýmislegt í ljós sem útskýrir upplifun Heru. Ég hef strax fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum sem tala margir um að hafa átt erfitt með að leggja bókina frá sér og er bjartsýn á framhaldið.“Aðdáandi Stephen King Íris les ýmiss konar bækur, meðal annars spennusögur og fagurbókmenntir. „Ég hef haft minni tíma til að lesa en ég gjarnan vildi en lesturinn hefur aukist síðan ég byrjaði í leshring með skemmtilegum konum. Ég mæli með því fyrir alla að koma sér í slíkan félagsskap. Það sem ég leita eftir í bók er góð persónusköpun og einhverju sem knýr söguna áfram. Þegar kemur að spennusögum er ég mikill Stephen King aðdáandi. Hann á flottar perlur inn á milli og er til dæmis snillingur í að dýpka persónusköpun með endurlitum þar sem hann varpar ljósi á hvað persónan er að upplifa.“ Fleiri hugmyndir Íris starfar sem lögfræðingur og er spurð hvort það sé eitthvað í því starfi sem nýtist henni við skriftirnar. „Í vinnunni er ég alltaf að vinna með texta og þarf að stytta hann, gera hann hnitmiðaðan og koma því vel til skila sem ég vil segja. Ég held að þetta hljóti að þjálfa mann heilmikið.“ Hún segist ætla að halda áfram að skrifa. „Mig langar til að halda áfram með spennusagnafornið. Ég er komin með fleiri hugmyndir og ætla að vinna áfram með þær.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Röskun er glæpasaga eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. „Ég hef aðallega skrifað smásögur,“ segir Íris sem sótti á sínum tíma námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og lærði einnig leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur. „Þessi námskeið nýttust mér, bæði í sambandi við hugmyndavinnu og einnig sem hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir hún. Röskun er gefin út af Sölku. „Ég er mjög lánsöm að þær Dögg og Anna Lea hjá Sölku hafi haft trú á sögunni og mér sem höfundi, þær eru miklir fagmenn.“ Spurð hvers vegna hún haf i ákveðið að skrifa glæpasögu segir hún: „Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum í gegnum söguna. Í Röskun er ég að vinna með mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar. Sagan fjallar um Heru sem er nýflutt í nýja íbúð. Eftir flutningana fer henni að líða undarlega. Hún finnur fyrir óþægilegri nærveru, upplifir óhugnanlega atburði og fer að glíma við þá spurningu hvað sé raunverulegt og hvað ímyndað. Hugmyndin mín var að lesandinn þyrfti að svara þessum spurningum um leið og hún. Síðan fléttast inn önnur saga um Stellu sem bjó áður í íbúðinni með fjölskyldu sinni. Eftir því sem líður á söguna kemur ýmislegt í ljós sem útskýrir upplifun Heru. Ég hef strax fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum sem tala margir um að hafa átt erfitt með að leggja bókina frá sér og er bjartsýn á framhaldið.“Aðdáandi Stephen King Íris les ýmiss konar bækur, meðal annars spennusögur og fagurbókmenntir. „Ég hef haft minni tíma til að lesa en ég gjarnan vildi en lesturinn hefur aukist síðan ég byrjaði í leshring með skemmtilegum konum. Ég mæli með því fyrir alla að koma sér í slíkan félagsskap. Það sem ég leita eftir í bók er góð persónusköpun og einhverju sem knýr söguna áfram. Þegar kemur að spennusögum er ég mikill Stephen King aðdáandi. Hann á flottar perlur inn á milli og er til dæmis snillingur í að dýpka persónusköpun með endurlitum þar sem hann varpar ljósi á hvað persónan er að upplifa.“ Fleiri hugmyndir Íris starfar sem lögfræðingur og er spurð hvort það sé eitthvað í því starfi sem nýtist henni við skriftirnar. „Í vinnunni er ég alltaf að vinna með texta og þarf að stytta hann, gera hann hnitmiðaðan og koma því vel til skila sem ég vil segja. Ég held að þetta hljóti að þjálfa mann heilmikið.“ Hún segist ætla að halda áfram að skrifa. „Mig langar til að halda áfram með spennusagnafornið. Ég er komin með fleiri hugmyndir og ætla að vinna áfram með þær.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira